Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 23
Aðalsteinn Ingólfsson
ORÐ, MYND: UARÐ, MUND:
VOARÐ, MOAND
Mál í myndum Dieters Roth
Svissnesk-þýski listamaðurinn Dieter Roth (1930-1998) sem var heimil-
isfastur á Islandi mestan hluta starfsævi sinnar, verður að teljast með íjöl-
hæfustu mönnum sem uppi hafa verið. Eftír hann hggur ógrynni mynd-
verka af öllum stærðum og gerðum: málverk, teikningar, grafikmyndir,
veggm}mdir og skálptúrar gerðir með fjölbreyttari efnum en dæmi eru
um, jafnvel í nútímalist, en einnig fjölmargir hlutir sem falla undir hönn-
un. Þar má nefna margþætta grafíska hönnun, úthtshönnun bóka, tírna-
rita, auglýsinga og plakata, en einnig þrívíða hörmun, húsgögn, skart,
textíla, keranúk, hstgler, leikföng, sviðsmyndir, húsamódel fyrir arkitekta
og teikningar að húsum og görðum, þ.á m. að nokkrum görðum hér í
Reykjavík.1 Dieter einskorðaði sig ekki við sjónlistir, því hann var einnig
upptekinn af tónlist, lék á trompet inn á plötur, kom ffam á hljómleikum
ásamt vinum og vandamönnum og gaf út eigin tónlist og annarra í tölu-
verðum mæli. En sá miðill sem veitti Dieter mesta fullnægju var samt
ritlistin og helsti hýsill hennar, bókin. Ég segi „hýsill" því þegar öllu er á
botninn hvolft er helsta framlag Dieters til nútímalista sennilega endur-
lausn bókarinnar, sú sannfæring að bók og tungumál væru ekki tengd
Theodora Vischer og Bemadette Walter, Roth Time. A Dieter Roth Retrospective,
New York: The Museum of Modem Art & Lars Aliiller Pubhshers, 2003.