Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 26
AÐALSTEINNINGÓLFSSON
listaðir tæknilega og hafa sterka sjónræna sldrskotun, sem tryggir sjálf-
stæði þeirra.“8
Meðfram konkretmyndlistinni þróaðist í Sviss ritlist, aðallega ljóða-
gerð, í svipuðum dúr, þar sem tungumálið var hreinsað af öllu trússi, uns
eftir stóðu einungis helstu naíhorð, lýsingarorð og forsemingar. Þessum
máleiningum var síðan steypt saman í einfaldar myndrænar og merking-
arbærar grunneiningar á víð og dreif um opið „rými“ blaðsíðunnar.
Skoska Ijóðskáldið og myndlistarmaðurinn Ian Hamilton Finlay lýsti
konkretljóðinu sem „áþreifanlegum orðum á flugi um órætt rými“.9
Helsm íýrirmyndirnar meðal nútímaskálda voru þeir Mallarmé, Appoll-
inaire og e.e. cuminings.
Beinn áhrifavaldur á Dieter þessi mikilvægu ár í Sviss, 1951-54, var
ókrýndur leiðtogi konkretljóðskálda í Evrópu, Eugen Gomringer, sem
boðið hafði hinni ungu listaspíru að sjá uin útlit á menningartímaritinu
spiralen. Konkretljóð Gomringers eru eftir forskriftinni, mynda þéttar
myndrænar einingar utan um fýrirfram gefha merkingu, eins og í ljóðinu
schweigen (þögn):
schweigen schweigen schweigen
schweigen schweigen
schweigen schweigen schweigen
Þau gám líka snúist upp í ærslafullan leik í kringum ákveðna merkingu:
ping pong
ping pong ping
pong ping pong
ping pong10
Það sem hér er mikilvægt að hafa í huga er að á þessu fýrsta stigi kon-
kretljóðlistarinnar í Sviss ríghalda menn í merkingn orðanna, hið sem-
antíska samhengi þeirra, jafnvel þótt þeir snúi þeim á ýmsa vegu eða
sáldri þeim um síðurnar, að því er virðist með tilviljunarkenndum hætti.
I konkretljóðlist sinni beitir Dieter í fýrsta sinn aðferð sem síðan varð
eins konar aðalsmerki hans, það er hann gengst í einu og öllu undir
ákveðinn listrænan aga eða hugmyndafræði, en í því augnamiði að reyna
8 Theo van Doesburg, Art Concret, París, 1930. Þýð. AI.
9 Úr óprentuðu bréfi IHF til höfundar, 1982.
10 Eugen Gomringer, konstellationen constellations constelaciones, Bem 1953.
24