Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 27
ORÐ, MYND: UARÐ, MUND: VOARÐ, MOAND
á þanþol hennar til hins
ítrasta, helst að fínna
leiðir til að grafa undan
forsendum hennar.
Fyrstu konkretljóð
Dieters, skrifuð á sviss-
neskri þýsku snemma á
árinu 1953, eru nokkum
veginn merkingarbærir
textar, sjá til dæmis
„ain/fur“ úr bókinni id-
eograme.n I einu ljóð-
anna notar hann eina af grundvallarreglum konkretljóðlistarinnar, end-
urtekninguna, til að grafa undan sjálfri sér, ef svo má að orði komast.
Dieter býr meðal annars til konkret-ljóðeiningu með því að endurtaka
sögnina að endurtaka - repetere - átta sinnum, heldur síðan áfram að
prenta sögnina afturábak eða á hvolfi ofan á upprunalegar sagnir - end-
urtaka hana - uns þær verða nánast ólæsilegar.
Stuttu síðar ræðst hann til atlögu við merkingu eða semantískt sam-
hengi orðanna, tálgar þau uns ekkert er eftir nema sérhljóð á víð og dreif.
Lokahnykkurinn á þessu ferli er umbreyting bókstafanna í sjónrænar
einingar án merkingar, merki fremur en tákn, svífandi innan um gmnn-
einingar prentlistarinnar á borð við punkta, þankastrik og upphrópunar-
merki.12 Og eins og oft gerist þegar Dieter á í hlut, þá er það sem virð-
ist vera endastöð eða blindgata í rauninni upphaf á nýju ferli. Það em
einmitt grunneiningar prenthstarinnar, það eina sem eftir er þegar bók-
stöfunum sleppir, einkum og sérílagi þankastrikið, sem síðan verða uppi-
staðan í nokkram flettibókum sem haxrn gerði hér á Islandi. Þessar bæk-
ur em í rauninni handstýrð hreyfihstaverk, þar sem skipuleg yfirprentun
á þankastrikum er notuð til að skapa myndræna framvindu, upphaf, mið-
bik og endi, þegar síðum er flett.13
A sjöunda áratugnum á sér stað mikið uppgjör við viðtekin gildi í mynd-
hst og ritlist í verkum Dieters, sem leiðir til yfirgripsmikilla tilrauna með
11 Dieter Roth, ideograme í tölublaði 2 af ritinu material, 1959.
12 Sama rit.
13 Dieter Roth, bok 2 a, bok 2 b, Reykjavik, forlag ed, 1961.
ecpetaee
pppppppp
eepaeee*
eepeeeee
repefere
freeeeeee
oaaoaacx#
. O. «L CL a. d. «. o.
e e e e 6 • e
* e y 9 d 9 <*
25