Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 29
ORÐ, MYND: UARÐ, MUND: VOARÐ, MOAND
andans“ taka bæði læsi-
leiki hins fundna texta og
grafiskt yfirbragð hans
stöðugum breytingnm.15
Jafnframt því að
byggja upp þetta nýja
textalega merkingarsvið
tekst Dieter á hendur af-
byggingu annarra texta
sem hann rekst á, en um-
ritunin á ævistarfi Nietszches sem áður er minnst á er einmitt ffamleng-
ing á þeirri iðju. Við þetta verða m.a. til svokölluð „bókmenntabjúgu“
hans - Literatiirwurst - þar sem bókmenntaverk sem voru Dieter ekki að
skapi eða vöktu afbrýði hans - hann gekkst fúslega við slíkum tilfinning-
trm - voru soðin uns þau breyttust í pappírsmassa. Þessi massi var síðan
blandaður hmefni, feiti og kryddi og gerður að bjúgum. Fyrsta „bjúga“
Dieters af þessu tagi var raunar búið til úr eintaki af enska slúðurblaðinu
Daily Mirror hjá Kjötvinnslu KEA á Akureyri árið 1961.16 Annars eðlis,
en þó gert með svipuðu hugarfari, er Morgenblatt ffá 1969, en það er bú-
ið til úr samanvöfðum síðum Morgunblaðsins okkar. En rithöfundamir
sem urðu fýrir barðinu á Dieter á sjöunda áratugnum voru ekki af verri
endanum: Gunther Grass, Eleinrich Böll, Max Frisch, Uwe Johnson og
Martin Walser.1' Umfangsmesta verkið af þessu tagi var helgað heim-
spekingnum Eíegel sem Dieter var í sérstakri nöp við. Arið 1974 lét hann
gera bjúgu úr 20 binda heildarútgáfu á ritverkum Hegels og hengja á
rekka eins og hangilæri (sjá mynd á kápu þessa heftis).
Kannski segir afstaða Dieters til íslenskra bókmennta okkur eitthvað
nánar um bókmenntasmekk hans. Hann var sólginn í sérblað sem Tím-
inn gaf út með minningargreinum - gárungamir nefiidu það „Dödens
Nyheter“ - vegna þess að þar taldi hann sig finna tæra og fölskvalausa
tjáningu tilfinninga. Hann var hrifinn af bókum Tryggva Emilssonar og
Theódórs Friðrikssonar, sennilega af sömu ástæðum. Þórberg Þórðarson
dáði hann mest íslenskra rithöfunda - knékraup eitt sinn fýrir honum á
almannafæri en skáldið tók á rás - en kunni ekki að meta Halldór Lax-
15 Aðalsteinn Ingólfsson, „Bók um bók frá bók“.
16 Úr óprentuðum viðtölum, 1983-86
1 Theodora Vischer og Bemadette Walter, Roth Time, bls. 75, mynd 39.
27