Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 31
ORÐ, MYND: UARÐ, MUND: VOARÐ, MOAND
slíkum tengslum. Á áttunda áratugnum sameinuðust þeir Dieter og
bandaríska skáldið Emmett Williams um að breyta orðum í hljóð; þeir
bjuggu til eins konar hljóðastafróf, þar sem stafir voru skilgreindir ýmist
sem „bjarrir“ eða „dökkir“, „harðir“ eða „mjúkir“, síðan átti tölva að
breyta stöfunum í samsvarandi hljóð.20 Þama vom þeir Dieter og Willi-
ams sennilega komnir fram úr sjálfum sér - eða tölvutaekninni - því af
framkvæmdinni varð ekki.
Annað verk af svipuðum toga varð hins vegar að veruleika. Árið 1980
setti Dieter saman verkið Olivetti-Yamaha-Gnmdig-Combo. Þar er Oh-
vetti ritvél tengd við Yamaha orgel og verður tónhst til þegar texti er vél-
ritaður. Grundig segulbandstæki er síðan notað til að taka upp tónhstina
og spila hana. I samræmi við þá „endumýtingarstefnu“ sem harm er
frægur fyrir, tók Dieter sig til og vélritaði inn á segulbönd „tónhstarút-
gáfur“ af eigin ljóðum og einkabréfum og fylgja þær þessu verki.
Á sjöunda og áttunda áratugnum má segja að þær breytingar á viðhorf-
um Dieters til hfs og hstar, sem hófust með skipulegri virkjun hins tilvilj-
unarkermda og forgengilega snemma á sjötta áratugnum, séu leiddar til
lykta með stórbrotnum hætti. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um rit-
smíðir hstamannsins.
Með því að hverfa frá hinu einstaka og óvenjulega og einblína í stað-
inn á hið hversdagslega í öllum sínum myndum og fylgjast náið með
þeim brejríngum sem verða á því í tímans rás taldi Dieter sig komast nær
rótum þeirrar togstreitu sköpunar og eyðingar sem er hrygglengjan í lífs-
starfi hans. Þetta votta ýmsar athugasemdir í dagbókum hans og vinnu-
kompum. Slagorðið „magn er gæði“ verður Dieter tamt og hann hrind-
ir af stokkunum hverju söfiiunarverkefninu á fætur öðru. Hann dregur
saman eigin verk og gefur út í heildarútgáfum. En hann safnar líka sam-
an öllum bæklingum sem hann fær senda heim til sín um margra mán-
aða skeið og flokkar þá nákvæmlega eftir dögum. Hann safnar öllum
pappírsúrgangi sem fehur til á heimili hans og flokkar eftir dögum og
vigt. Hann lætur taka ljósmyndir af öllum húsum í Reykjavík og á Seyð-
isfirði. Þessi löngun til að ná utan um veruleikann í heild sinni og fanga
um leið ákveðin tímaskeið setur mark á viðhorf Dieters til hins síðasta.
Meðal síðustu verka hans eru fremur raunalegar myndbandsupptökur af
20 Theodora Vischer og Bemadette Walter, Roth Time.
29