Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 35
Gunnar Harðarson
Snúður skiptir um hlutverk
Myndir og texti í bókunum um Snúð og Snældu
Ceci n ’est pas une pipe.
- René Magritte
Snúður og Snælda og vinir þeirra eru góðkunningjar íslenskra barna á
sama hátt og Lína Langsokkur, Emil í Kattholti og söguhetjur Fimm-
bókanna. Bækurnar um Snúð og Snældu segja frá Snúði, lidum, hvítum
kettlingi, og Snældu, uppátektarsamri, svartri frænku hans, vini þeirra,
hundinum Lappa, litlu stúlkunni Línu og fleiri ktmningjum. Höfrmdur
bókanna, Pierre Probst, er franskur og ættaður frá Alsace, fæddur árið
1913, og gaf út fyrstu bækurnar um söguhetjur sínar í syrpu hjá Hachette
forlaginu í París á árunum 1951-1952. I kjölfarið komu svo stærri bæk-
ur með sögunum um Línu og vini hennar, hin fyrsta árið 1953. Pierre
Probst hefur teiknað og skrifað óslitdð síðan og er enn að þegar þetta er
ritað. Bækurnar um kettlingana litlu og vini þeirra komu út á íslensku í
lok sjötta áratugarins hjá bókaútgáfunni Setbergi í þýðingu Vilbergs Júl-
íussonar og voru flestar endurútgefnar um miðjan áttunda áratugirm.
Bækurnar urðu vinsælar hjá bömum jafnt sem fullorðnum, myndirnar
em frábærlega vel gerðar, litríkar og grípandi, sögupersónurnar fjömgar
og geðþekkar, töluvert er um ærsl og leiki og vináttan kemur mikið við
sögu, bæði í texta og myndum. Sumir sem lásu þessar bækur í æsku hafa
haft á orði að nöfn kattanna hljóti að hafa verið rangt þýdd, því að Snúð-
ur sé augljóslega stelpa en Snælda strákur. Aðrir hafa sagt að Snúður sé
dæmigerður mömmustrákur en Snælda upprennandi kvenskömngur og
33