Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 36
GUNNAR HARÐARSON
raunar hafa margar konur haft á orði að þeim hafi einmitt fundist Snælda
svo sérstök og skemmtdleg stelpa. En hvort skyldi nú vera nær sannleik-
anum? Fyrir nokkru voru fjórar fyrstu bækurnar í bókaflokknum endur-
prentaðar. Af því tilefhi skulum við líta aðeins á Snúð og Snældu eins og
þau koma fyrir í þessum fjórum bókum.
Söguþráðurnm í textanum
Fyrsta bókin ber nafnið Snúður skiptir um hlutverk} Hún heitir á frum-
málinu Pouf le chaton bleu. Sagan segir frá Snúði, litlum kettlingi sem er
hvítur og mjúkur, með græn augu og Ijósrautt trýni, og finnst hann vera
fjarska fallegur þegar hann skoðar sig í speglinum. En þótt hann fái jarð-
arber, rjóma og kökur, þar sem hann liggur í körfunni sinni, vill enginn
leika við hann, af því að hann gefur aldrei öðrum með sér þegar hann fær
eitthvað gott að borða og hann lánar aldrei leikföngin sín. Svo klórar
hann stundum í þokkabót. Hvorki fiðrildið, Maja mús né Rauðka rauð-
brystingur vilja leika við hann. Hann bregður á það ráð að fá sér nýtt
gervi, dýfir sér ofan í málningardollu og verður fallegur, blár kettlingur.
Hann er mjög hreykinn af nýja gervinu þegar hann skoðar sig í speglin-
um. Nú vilja allir leika við hann og það færist fjör í leikinn, Snúður og
vinir hans renna sér niður handriðið, þótt þeir megi það alls ekki, og
halda söngskemmtun úti í garði. En þá byrjar að rigna. Maja mús fer að
ná í regnhlíf, en þegar hún kemur aftur hefur málningin skolast af og í
ljós kemur að hinn fjörugi Blástakkur er enginn annar en Snúður, sem er
svo leiðinlegur. Snúður grætur þegar hann er aftur orðinn einn og eng-
inn vill leika sér við hann. Afi hans huggar hann og gefur honum góð ráð
og hann lofar vinum sínum bót og betrun. Þau gleðjast við það og tína
rauð og falleg kirsuber og gefa Snúði. Snúður hefur eignast góða vini og
að lokum sofnar hann úti á stól með Maju mús í fanginu meðan Rauðka
syngur fyrir þau.
Bók númer tvö heitir Snúður og Snælda.1 2 I þeirri bók segir frá því þeg-
ar Snúður er einn heima af því að Lóa fór burt með pabba og mömmu
og hann hefur lofað því að vera stilltur og prúður á meðan. Hann fer nið-
1 Pierre Probst, Snúður skiptir nm. hlutverk, Vilbergur Júlíusson þýddi, Reykjavík, Set-
berg, 1957.
2 Pierre Probst, Snúður og Snælda, Vilbergur Júlíusson þýddi, Reykjavík, Setberg,
1957.
34