Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 41
SNUÐUR SKIPTTR UM HLUTVERK
augnahárin eða púðra sig í framan, held-
ur að klippa á sér veiðihárin þarf ekki
fleiri vitnanna við. Snælda er að snyrta á
sér yfirskeggið og Snúður er í hlutverki
hinnar nöldrandi húsmóður. A næstu
mynd sjást kynhlutverkin með augljósari
hætti. Snælda situr í stól og les í bók en
Snúður flysjar kartöflur í pott. Karlinn
og konan, andinn og efnið, hugurinn og
höndin: Þessi mynd lílást mjög myndum
tugnum, þar sem karlinn situr gjaman
og les í bók eða reykir pípu, en konan
fæst við hannyrðir. Á leiðinni niður að
ánni flögrar fiðrildi fyrir ofan höfuðið á
Snúði og Snælda reynir að veiða það í
háfinn en fær Snúð í staðinn. Fiðrildi hefúr í sér kvenlega skírskotun, sbr.
„hún er óttalegt fiðrildi“. Efdr það sést Snælda bisa við veiðistöngina,
eins og veiðimanna er siður, meðan Snúður gefur fiskunum brauðmola.
Þau renna reyndar bæði fyrir fisk, en það er Snúður sem heldur á
körfunni með fiskunum sem þau kaupa hjá fisksalanum, Snælda sér um
veiðistangirnar. Og í lokin, þegar þau em búin að bjóða dýrunum heim,
er það Snúður sem skammtar á diskana við matarborðið, Snælda sér um
drykkjarföngin. Myndin sýnir eiginlega þölskyldu í útilegu, mömmuna
(Snúð) pabbann (Snældu) og börrún (kanínurnar og mýsnar). Aftan á
kápu er það svo Snælda sem heldur röggsamleg um stýrið á vespunni,
meðan Snúður hoppar aftan á, og í bakgraruiinum er skilti sem á stend-
ur „Fiskveiðar bannaðar“.
Kápa þriðju bókarinnar, Snúður og Snælda á skíðum, sýmr Snúð og
Snældu renna sér á sleðum, með skíðagleraugu, og Snælda er á undan.
Bókin hefst á því að Snælda stendur á bak við tré og kastar síðan snjó-
bolta í Snúð sem hrekkur við og æpir. Snúður er með rauða ullarhúfu og
trefil í sama lit og með fallega, gula og brúna rósavettlinga. Þarna er
dæmigerður óknyttastrákur að hrekkja stelpu sem á sér einskis ills von.
Þegar þau koma í mark á sleðanum situr Snúður aftan á, íbygginn með
hendur í skautd og brosir, með rauða prjónahúfu, trefil og vettlinga, en
Snælda lyfdr skíðagleraugunum upp að derhúfunni og horfir rannsak-
af hjónum sem þekktar em frá sjötta ára
Snælda og Snúð-
ur eru komin á
skiði. Snælda er á
gægjum. Hún er
tilbúin með snjó-
..
Snúður varar sig
ekki á Snæidu.
Hann kemur
á fleygiferð og fær
snjóboltann
hnakkamu
39