Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 42
GUNNAR HAEÐARSON
andi á Snúð: ökumaðurinn og farþegi
hans. Þegar þau detta niður um reyk-
háfinn er það Snúður sem þrífur sig og
burstar af natni, en ekki Snælda, en þeg-
ar mýsnar hella sykrinum yfir Snældu er
hún auðsýnilega ekki par ánægð með að
vera orðin hvít, þ.e.a.s. kvenleg eins og
Snúður. Snælda er duglegri að moka
snjó og bjargar svo Snúði af stakri ridd-
aramennsku eins og alhr sannir karl-
menn eiga að gera. En á móti svindlar
hún í spilurn. Þegar eftírhtsmaðurinn
kemur er Snúður við að beygja af, en
Snælda hin brúnaþyngsta.
Framan á bók númer tvö, Snúður og
Snælda, sjást Snúður og Snælda baka
pönnukökur. Snúður heldur á pönnunni
og kastar pönnukökunni upp í loft, en Snælda situr við skál og brýtur egg
ofan í deigið. A titilsíðunni liggur Snúður uppi í gluggakistu við opinn
gluggann og horfir á bíl fjölskyldunnar aka burt; bíllinn er rauður og
Snúður undirleitur. Rautt pottablóm er í gluggakistunni tdð hliðina á
Snúði. Þegar Snúður fer niður í kjallarann stendur hann tortrygginn með
kerti í myrkrinu fýrir ffaman kóngulóarvef en það er ekki fyrr en hann er
sýndur detta aftur á bak ofan í kolabinginn að hræðslusvipurinn kemur á
hann. Krímugt andlitið þegar hann skríður upp úr kjallaranum lýsir því
að hann er heldur vansæll með að hafa skitnað svona út. Þegar Snælda
birtist breytist andrúmsloftið í bókinni. Einveran er að baki. Það glaðn-
ar yfir Snúði og hann stekkur út að hliðinu. Fjörið upphefst þegar þau
renna sér á hjólaskautunum, þau brosa út undir eyru á fleygiferð fi-amhjá
gosbrunninum. Hjólaskautar Snældu eru með bláum reimum en hjóla-
skautar Snúðs með rauðum. Heldur rólegra er yfir þeim þegar þau brjóta
saman dagblað til að búa til bát. Snúður skríður varlega ofan í bátinn,
með aðra afturlöppina á undan. Þegar bámrinn er sokkinn er Snælda súr
á svipinn en Snúður beygir næstum af. I pönnukökubakstrinum er Snúð-
ur einbeittur á svip þar sem hann heldur á pönnunni, en leiður þegar
pönnukakan lendir á hausnum á Snældu. Snúður dregur Snældu á eftir
sér að gosbrunninum og Snælda þerrar tárin. A báðum þessurn mynd-
• 4Comdu! Ég fann spiL Eigum við að taka slag?”
Snælda er slungin við spilamennskuna. En stund-
um svíkur hún lit og svindl-
ar. Og sjáið, hvar hún geymir
hjartaásinn! t I
ís
4o