Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 47
SNÚÐUR SKtPTIR UM HLUTVERK
Snúð sem kettling í karlkyni (,,hann“), bæði á frönsku og á íslensku. Á
frummálinu heitdr Snúður Pouf en poufer karlkyns orð, ekki kvenkyns,
og sama ósamræmi rfkir því milli nafns og myndar í franska textanum og
þeim íslenska. Orðið hefur ýmsa merkingu á frönsku og getur bæði ver-
ið nafnorð ogupphrópun. Nafnorðið poufmerkir „gólfpúði“ eða „sessa“,
en í bamamáli merkir fah'e pouf„að velta um koll“ eða „detta“ í samræmi
við upphrópunina sem merldr „búmm!“ eða eitthvað því um líkt. En
nafnorðið getur einnig táknað sérstakan púða sem var festur við mittið á
krínólínum og látinn ýkja bakhlutann á konum hér áður fyrr í því skyni
að undirstrika kvenlegar sveigjur og yndisþokka. Þótt heiti Snúðs á frtun-
málinu virðist táltölulega hlutlaust kattanafh og um hann sé talað í karl-
kyni felur það samt í sér tilvísun í kvenleika sem íslenska heitið gerir ekki.
I frumtextanum er kyn Snúðs því að einhverju leyti tvíbent.
Ut frá samspili texta og mynda vaknar af þessum sökum sú spuming
hvort um geti verið að ræða „hinsegin“ undirtóna í ff önsku frumgerð-
inni, þar sem báðir kettlingarnir em karlkyns. Það vekur einnig upp þá
spumingu hvort slfkir rmdirtónar kunni að vera til staðar í íslensku
þýðingunum eða hafi jafnvel umbreytst í þeim, vegna þess að Snælda er
þar kvenkyns, þótt Snúður sé áfram karlkyns. Islensku þýðingarnar em
að því leytd „viðsnúningar“ að þær setja spurningarmerki við hefðbtmdna
verkaskiptdngu kynjanna og staðalmyndir þeim tengdar. En hversu langt
á að ganga í túlkuninni þegar myndir og texti em farin að spila saman?
Á undanfömum árum hafa íslenskir bókmenntafræðingar birt nokkrar
greinar sem hafa inni að halda framlög tdl fræðilegrar umræðu um kenn-
ingar um kyngervi.8 Greinamar kynna til sögunnar ákveðna ffæðilega
umræðu og ræða og greina nokkrar íslenskar skáldsögur út frá henni,
einkum skáldsögur eftdr Guðberg Bergsson, Kristínu Omarsdóttur og
Vigdísi Grímsdóttur. En ólfkt skáldsögunum, sem fjallað hefur verið um
út frá sjónarhomi kyngervisumræðunnar, em bækurnar sem hér em til
umfjöllunar bamabækur og það myndskreyttar barnabækur. Sérkenni
þeirra koma ffam í samspili textans og myndanna, þar sem annað er á
sviði orðræðu (textdnn) en hitt á sviði sjónskynjunar (myndimar). Orð-
8 Hér sknlu einkum neíhdar: Geir Svansson, „Osegjanleg ást: Hinsegin sögur og hin-
segin fræði í íslensku samhengi“, Skímir, 172, haust 1998, bls. 476-527; Dagný
Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir: Um sannar og lognar lesbíur í bókmennmm og
listum“, Skímir, 177, haust 2003, bls. 451-481; sjá einnig Judith Butler, „Monique
Wittig: Upplausn líkamans og uppspunnið kyn“, Vilborg Sigurðardóttir þýddi, Rit-
ið, 2:2002, bls. 161-184.
45