Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 48
GUXXAR HARÐARSON
ræðan felur í sér ákveðið merkingarlegt samhengi og beitir því, ef svo má
segja, á myndimar, en á hinn bóginn vísa þöglar myndimar til annars
merkingarlegs samhengis, til fordæmis, siðvenja og MÖtekinna hlutverka
og hefða (Htir, atferli). Orðræðusamhengið er þar að auki t\ænns konar:
Hinn franski frumtexti og íslenska þýðingin og þtd fylgir tvenns konar
túlkunarsamhengi eða lestur á myndunum sem gerir það að verkum að
myndimar öðlast mismunandi merkingu efrir því hvort við lesum text-
ann á ffönsku eða íslensku. Þegar við spyrjum okkur að þ\t hver sé hvað
verðum við að átta okkur á þ\d að við erum með þrenns konar möguleg-
ar sjálfsmyndir efrir þ\d hvort myndimar standa í ffönsku samhengi, ís-
lensku samhengi eða era skoðaðar einar og sér.
Bandaríski heimspekingurinn Arthur C. Danto hefur á einum stað sett
ffam kenningu um það sem hann kallar „er listrænna kennsla11 og sú
kenning getur kannski komið að svolitlu gagni þegar þessi túlkunar-
vandamál em annars vegar.9 „Það er sú merking er sem kemur ífam þeg-
ar bami er sýndur hringur og þríhyrmngtir og það spurt hvort sé það og
hvort systir þess, og það bendir á þríhyrninginn og segir: „Þetta er
ég“...“ Danto tekur dæmi af tveim málverkum sem em að efnislegu út-
liti nákvæmlega eins en em samt ólík vegna þess að þau sýna ólíka hluti.
Heiti verkanna og skilninguriim á þeim ákvarðar hverju þau em mynd af.
Til samanburðar við hugmynd Dantos mætti ef til vill nefna kenningu
Freges um muninn á skilningi og merkingu sem skýrir hvernig Morg-
unstjaman og Kvöldstjarnan er sama stjarnan enda þótt þær upplýsingar
sem nöfnin gefa séu gerólíkar.10 Munurinn er þó sá að hjá Frege er um
að ræða sömu stjörnuna en hjá Danto er ekki um að ræða sömu mvnd-
ina: Við sjáum ekki sömu myndina þegar \úð túlkum hana út frá mismmi-
andi forsendum:
Takið efrir því hér hvernig ein ákvörðun um hvað sé hvað leið-
ir af sér aðra og hvernig við verðum að ákveða eitt og útiloka
annað ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm: Það er
meira að segja svo að tiltekin ák\'örðun ræður þ\-í hve marga
þætti verkið inniheldur. Þessi ólíku kennsl em ósamrýmanleg
9 Arthur C. Danto, „Listheimurinn", Gunnar Harðarson þvddi, Ritíð, 1/2003, bls.
154.
10 Gottlob Frege, „Skilningur og merking“, Guðmundur Heiðar Frímannsson þýddi,
Hdmspeki á tuttugustu old, ritstjórar Olafur Páll Jónsson og Einar Logi Vignisson,
Reykjavík, Heimskringla, 1994, bls. 11-29.
46