Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 50
GUNNAR HARÐARSON
og loks samband þar sem maður þekkir sjálfan sig í öðrum (hið sama í
öðru)!
Samspil orða og mynda gera það þó að verkum að jafnt í hinu upp-
runalega franska samhengi sem í hinu íslenska eru sögupersónurnar að
einhverju leyti sérstakar og óvenjulegar. Það er að einhverju leyti spenna
milli útlits, hlutverks og heitis persónanna; þær eru með einhverjum
hætti tvíbentar. I franska samhenginu er Snúður stelpulegur strákur,
nema þegar hann er Blástakkur, en Snælda (,,Surtur“) fellur nær staðal-
myndinni af hinum sígilda ólátabelg. Undir niðri gæti því leynst frásögn
af samkynja sambandi milli sögupersónanna. Islenska samhengið felur
aftur á móti í sér tvíkynja ramma, en brýtur hann með þeim hætti að
Snúður er strákur sem hegðar sér eins og stelpa og Snælda er stelpa sem
hegðar sér eins og strákur. Bæði eru þau hvort tveggja í senn strákur og
stelpa þótt með ólíkum hætti sé.
Snúður
Snœlda
Franskt samhengi
I mynd. I texta
Kvenkyns Karlkyns
Karlkyns Karlkyns
íslenskt samhengi
I mynd I texta
Kvenkyns Karlkyns
Karlkyns Kvenkyns
í framhaldi af þessu vaknar spurning um hvort lesa megi fleira út úr
bókunum í Ijósi þess að í þeim virðist mega greina ýmsar innri speglan-
ir. Þannig hefst til að mynda Snúður og Snælda á skíðum á því að Snælda
kastar snjó í Snúð og bókinni lýkur um það bil sem þau kasta bæði snjó í
snjókarlinn sem þau gera sér í mynd eftirlitsmannsins. Og Snúður og
Snælda ísumarleyft byrjar á því að Snúður ekur mótorhjólinu með Snældu
aftan á og endar á því að Snælda keyrir en Snúður er aftan á. I upphafi
fyrstu bókarinnar, Snúður skiptir um hlutverk, liggur Snúður í körfu en
í lokin hringar hann sig í stól. I upphafi annarrar bókarinnar Snúður og
Snælda fellur Snúður í kolabinginn undir fallísku tákni kertis sem spýr
rauðum loga og verður allur krímugur, en í lok bókarinnar falla Snúður
og Snælda saman úr ljósakrónunni og opna lokuðu skúffuna með lyklin-
um sem þau stinga í skrána með hjartalaga mymstrinu í kring og verða
ósköp skömmustuleg á eftir þegar þau lesa siðaboð hinna fullorðnu...!
En kannski er hér verið að þenja túlkunina lengra en ástæða er til. Við
megum ekki gleyma því að við erum hér í heimi barnanna og táknmynda
þeirra, dýranna. Heimur hinna fullorðnu sést smndum út um gluggann
og hann er greinilega annar en heimur þeirra Snúðs og Snældu. Samt
birtast þau í tveimur seinni bókunum í hlutverki hálffullorðinna eða full-
48