Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 53
Úlfhildur Dagsdóttir
Það gefur auga leið
Sjónmenning, áhorf, ímyndir
Ljóð Óskars Áma Óskarssonar, Jarðarför í rigningu“, er hlutö af „orð-
lausri“ ljóðasyrpu sem birtist í sérriti tímaritsins Bjartur og Fríí Emilía
(1997).1 Ljóðið samanstendur af röð af „i-um“, en eitt „i-ið“ bggur lárétt,
lokað innan sviga sem einnig eru láréttir. Aðeins utar á fletinum standa
þrjú „i“ í lauslegum hnapp, og enn utar stendur eitt „i“. Þetta ljóð er mér
sérlega minnistætt því þegar ég sýndi það í kennslustund með viðskipta-
fræðinemum í námskeiðinu Menning og markaður í Háskóla Islands
spruttu upp Kflegar umræður. Þetta var fólk sem var ekki beínt áhuga-
samt um ljóð almennt en fannst þetta hins vegar frábært. Ein stúlkan var
alveg uppveðruð yfir þessari uppgötvun á leik með bókstafi og spurði:
„En Ulfhildur, af hverju standa þessir fjónr fyrir utan líkfylgdina?“ Eg
bauð bekknum náttúrulega að svara því og það stóð ekki á viðskipta-
fræðinemunum: „Þetta er viðhaldið“ gab í einum nemanda, og vakti
mikla lukku. En hvað þá með hina þrjá? Eg benti á að fyrir glæpasögu-
/kvikmyndaáhugafólk eins og mig kæmi aðeins eitt til greina: Þessi eini
er morðinginn og hinir þrír eru löggumar að fylgjast með hvort morð-
inginn mæti á staðinn. Þetta fannst þeim líka trúleg skýring og svo var
velt upp fleiri og fleiri möguleikum. Að lokum sagði sú sem fyrst hafði
spurt: „Af hverju era svona ljóð ekki kennd í framhaldsskóla? Þá hefði
mér ekki leiðst svona í tímum!“2
1 Bjartur ogfríi Emilía, sérrit án orða, 2: 1997.
2 Reyndar er ég ekki eina kennslukonan sem hefur skemmt sér yfir fimlegnm leik
Óskars Ama með bókstafi, en þau hafa einmitt verið notuð í íslenskukennslu til að
51