Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 55
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
sér er alltaf þegar að einhverju leyti til-
búningur, fært í búning og sviðsett.4 *
Þetta auga horfir ekki í gegnum gegn-
sætt rými þess sem „bara er“, heldur sér
það allt með einhvers konar gleraugum,
út frá einhverju sjónarhomi sem mótað
er af því sem kalla mætti sjónheim, sjón-
arsvið eða einfaldlega sýn. Það er Irit
Rogoff sem hefur fjallað um blekkingu
hins gegnsæja rýmis áhorfsins í grein
sinni „Studying Visual Culture" , , . , , ,
. . , „Pað gefiir auga leio var slagoro
(l>/8). Hun vitnar 1 orð Henry Ler- sjóntœkjafræðinga íauglýsingu frá
ebvre og lýsingu hans á hinu saklausa 2003 sem gekk út á réttindi þeirra
rými sem inniber hvorki gildrur né felu- að mælafyrir gleraugum.
staði; með einu augnatilliti er hægt að
taka það inn, eða kannski frekar út.6 * Það er ljóst að Lefebvre er
gagnrýninn á þessa hugmynd og Rogoff segir að það sé beinlínis mark-
mið sjónmenningar(fræða) að hlaða dóti inn í þetta rými, á næstum
prakkaralegan hátt: „að byggja rýmið öllum þeim hindrunum og óþekkj-
anlegu ímyndum sem tálsýnin um gegnsæi hefur tæmt það af‘. Til að
byggja þetta rými þurfum við að vera meðvituð um það sem Gillian Rose
(2001) kallar „visuality“ eða sjónarhorn/sjónheim/sýn og vill aðskilja frá
„vision“ eða sjóninni.81 sjónarhorninu felst það að við sjáum aldrei neitt
hreint og beint, með berum augum, það er ekkert sem „gefur auga leið“.
Þvert á móti, þá gefirr sjónheimurinn - hugmyndir okkar um augað sjálft
og ímyndina, áhorf, það að sjá, horfa - auganu tdlteknar leiðir til að sjá,
leiðir sem eru alltaf varðaðar hinum margvíslegu hugmyndum tengdum
sjón og ímyndum.9
4 Hér er vísað til orðabókaþýðingar á orðinu „artful“.
s Irit Rogoff, „Studying Visual Culture“, í The Visual Culture Reader, ritstj. Nicholas
Mirzoeff, London og New York, Routledge 1998.
6 Sama rit, bls. 22.
Sama rit, sama stað. Þýðing UD. Allar þýðingar á tilvitnunum eru mínar, nema ann-
að sé tekið fram.
8 GilHan Rose, Visual Methodologies: An Introditction to the Interpretation of Visual Mat-
erials, London, Sage 2001, bls. 6. Rose vitnar hér til inngangs ritstjórans Hal Foster
að greinasafninu Vision and Visuality, frá 1988.
9 Sama rit, bls. 6.
53