Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 56
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
Samkvæmt Nicholas Mirzoeff liggur hlutverk sjónmermingarffæða
einmitt þarna, í því að aðstoða fólk gegnum það völundarhús og hindr-
unarhlaup sem sjónræn menning er orðin.10 Hann bendir á að þegar hið
sjónræna er ekki lengur gegnsætt og augljóst þá geti öll þessi nýja sjón-
ræna reynsla verið ruglandi og þetta kalli á nýtt fræðasvið, sjónmenning-
arfræði, sem gefur okkur tæki og tól til að rýna í hina sjónrænu ofgnótt
sem umkringir okkur í daglegu lífi. Skilgreining hans á sjónmenningar-
fræðum, í inngangsgreininni „What is Visual Culture?“ (1998) hljóðar
svo: „Sjónmenningarfræði taka til sjónrænna atburða þar sem neytand-
inn leitar eftir upplýsingum, merkingu og ánægju með því að tengjast
sjónrænni tækni.“n Með sjónrænni tækni meinar hann hvers kyns tæki
eða tól sem eru æduð til áhorfs, eða til að auka við sjónina, hvort sem það
er olíumálverk, sjónvarp eða netið. En sjónmenningarfræði fjalla ekki að-
eins um áhorf heldur einnig um ímyndir, um mikilvægi ímyndasköpun-
ar, formlega byggingu ímynda, og það hvernig þær eru meðteknar.
Þannig má segja að öll umræða um sjónmenningu sé ávallt tvíþætt, ann-
ars vegar er það sjónin sjálf, augað og hugmyndir okkar um það að sjá og
horfa, og hins vegar er það ímyndin, myndin, og hugmyndir okkar um
hvað hún er og hvernig hún virkar.12
Sjónmenningarfræðin geta því mögulega verið jafn ruglandi og sjón-
menningin sjálf og því full ástæða til að skoða þessa skepnu aðeins betur,
þreifa á hinum ýmsu hliðum hennar og reyna þannig að ná taki á fýrir-
bærinu. Markmiðið með þessari grein er að skapa yfirlit yfir sviðið með
því að skyggnast í kenningar nokkurra þeirra ffæðimanna sem fjallað
hafa um áhorf, augu og ímyndir og kanna í leiðinni mikilvægi þessara
kenninga og áhrif sjónmenningar á daglegan veruleika fólks.
10 Nicholas Mirzoeff, „What is Visual Culture?" í The Visual Cultare Reader, ritstj.
Nicholas Mirzoeff, London og New York, Routledge 1998, bls. 3. Greinasafnið var
endurútgefið árið 2002, endurbætt og aukið og með nýjum inngangi.
11 Sama rit, sama stað.
12 Samkvæmt WJ.T. Mitchell vitum við lítið um það, en hann heldur því fram að þrátt
fyrir þetta mikla magn ímynda og myndefnis sem einkennir umheim okkar og um-
hverfi, þá vitum við í raun og veru ekki nákvæmlega hvað myndir eru. Sjá Picture
Theory: Essays on Verbal and Visual Representation, Chicago og London, University of
Chicago Press, 1994, bls. 5-6.
54