Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 57
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
Augað þitt og augað mitt
Með auglýsingaherferð Umferðarstofu, „Hægðu á þér“ (2004), öðlast
þessi ljóðlína Skáld-Rósu órjúfanleg tengsl við dauðann - að minnsta
kosti í augnablikinu.13 Það er því viðeigandi að nota hana sem fyrirsögn
á kafla sem fjallar um mikilvægi þess að jarða augað - eða réttara sagt það
auga sem „gefur auga leið“ í hinu ósýnilega og gildrulausa rými. Þetta
auga er í raun guðlegt og fyrir okkur norðurhjarabúa minnir það ekki lít-
ið á Oðinn sem sat í hásæti sínu og horfði yflr heiminn og var einmitt
eineygður.14
I greininni „The Centrality of the Eye in Westem Culture“ (1995)
sem er inngangskafli að greinasafninu Visual Culture ræðir ritstjórinn
Chris Jenks helstu atriði sem tengjast fræðilegri umræðu um sjónmenn-
ingu og leggur höfuðáherslu á nútímaviðhorf til augans sem skilningar-
vits. Hann nefnir í upphafi hina klassísku mótsögn sjónmenrúngar: ann-
ars vegar er hugmyndin um augað eða sjónina sem æðsta skilningarvitið
og bein tengsl þess við þekkingu og skilning og hins vegar er neikvætt
viðhorf til myndefnis í vestrænni menningu sem hefur veika stöðu gagn-
vart orðinu; myndin er augljós, einföld, yflrborðsleg og gagnsæ meðan
orðið er flókið og margrætt, djúpt og krefst lesturs. Þessu hafna allir
sjónmenningarfræðingar og ítreka að myndir krefjast lesturs í sama mæli
og orð: myndir em merkingarbærar. Það geta svo sem allir verið sam-
mála um að myndir hafa merkingu, en það sem skiptir máli hér er að
myndefni er alltaf metið lægra en ritað mál, að því leyti sem það er tahð
augljóst - þarfnist ekki kunnáttu eða lesturs, sé í raun „alþjóðlegt tungu-
mál“.15 Þessi hugmynd er mjög vinsæl en hængurinn er sá að líkt og læsi
á ritað mál er myndlæsi menningarlegt fyrirbæri sem þarf að þjálfa og
rækta og lestur á myndum getur verið mjög ólíkur eftir menningarsam-
félögum, hópum innan menningarsamfélaga og jafhvel einstaklingum.
Augljóst dæmi um þetta er umræðan um ljóð Oskars Arna hér að ofan,
13 Auglýsingin fjallar um aðgát í umferðinni, á malbik vega eru prentuð andlit fómar-
lamba tunferðarslvsa og vísa Skáld-Rósu er sungin undir, þó ekki endilega með til-
vísun til áhorfs - þó það tengist vissulega aðgátinni - heldur frekar í sinni hefð-
btmdnu túlkun, sem tjáning sorgar og söknuðar.
14 Sjá Chris Jenks, „The Centrality of the Eye in Westem Culture“, bls. 8. Hér vim-
ar hann til rits R. Hughes, Tbe Shock of tbe New, frá 1980.
15 Sams konar ranghugmyndir era á kreiki um táknmál, sbr. grein Rannveigar Sverr-
isdóttur í þessu hefti.
55