Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 59
*
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
Skýrari mynd eri þú
átt að venjast!
málsins, sem byggist á því að það sem
augað nemur sé komið á vald augna-
ráðsins, auðsætt, auðþekkjanlegt.
Orðatiltækin gefa sér að sjónin þekki
og skilji milliliðalaust, úr öruggri fjar-
lægð hlutleysisins.
Jenks er mjög gagnrýninn á þessar
hugmyndir um hlutleysi augans. Hann
tekur dæmi af hugmyndum félagsvís-
inda um athugunina (e. observation),
því að fylgjast með tilteknu viðfangs-
efni, en shkt felur í sér fjarlægð milh
þess sem horfir og þess sem horft er
á.2- Jenks bendir á að í þessu hlutleysi
athugunarinnar sé að finna enn eina
mótsögnina í sjónmeimingarumræð-
unni; þá að augað, sem æðsta skihdng-
arvitið, er jafnframt smættað niður í að
vera ekkert annað en hlutlaust skyn-
færi. Þessi smættun getur af sér það
sem Mitchell kallar „hið saklausa
auga“, en það er blint: „Þessi mögu-
leiki á hreinni líffræðilegri sjón sem blindum er að sögn neitað um, er í
raun tegund af blindu.“23 Hér kemur áhersla sjónmenningarfræðinga
skýrt firam, en hún felst í því að snúa á hvolf einföldum og viðteknum
hugmyndum um sjón, áhorf og augnaráð og sýna okkur fram á að ekkert
er augljóst í þessum efnum, það er engin einföld leið fyrir augað - og þó
sjón geti vissulega verið sögu ríkari, þá er það ekki vegna þess að sjórún
nemi helstu aðalatriði um leið - en sé ekki flækt í ruglingslegan söguþráð
m •
‘f a 5orv
Sony Center Kringlunní
Sony notar tölvuteiknað auga til að
auglýsa „skýrari myndíí. Gott dœmi
um hugmyndina um hreina sjón hins
bera auga — sem er auga vísindanna,
tækninnar.
22 Athugunina mætti tengja efrirliti, en í grein sinni vísar Jenks einnig til kenninga um
efrirlitssamfélagið, en umræðan um það er enn einn angi sjónmenningarfræða.
Michel Foucault er þekktasti fræðimaðurinn sem hefur fjallað um eftirlitið en kenn-
ingar hans ganga í stuttu máh út á tiltekna vélvirkni hins sjómæna eftirlits sem með-
al annars hefur þá forsendu að það er alltaf hægt að fylgjast með þér, en þú veist
aldrei hvort og hvenær einhver er raunverulega að horfa. Þetta skapar síðan sjálf-
saga.
23 Chris Jenks, „The Centrahty of the Eye in Westem Culture", bls. 4. Sjá einnig
W.J.T. Mitchell, Iconology, bls. 118.
57