Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 61
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
verið að ræða um hugmyndalega mótun, en ekki endilega eitthvað sem
bara „er“, staðreynd, sannleiki eða endanleiki.
I gagnrýni sinni á augnmiðjun vestrænna samfélaga ítrekar Jenks
stöðugt að öll okkar sýn er huglæg og alltaf btmdin í sjónarhorn. Hann
notar hugtakið „parrial sight“ - sem vísar bæði til þess að sjá eitthvað að
hluta til, eða að sjá brot af einhverju, og til skoðana, þess að hallast að
einhverju - sem dæmi til að sýna fram á að sjónin felur alltaf í sér ákveð-
ið val, byggt á áhugasviði. Onnur hugtök sem hann bendir á eru til dæm-
is það að fókusa á eitthvað, eða hafa eitthvað í brennidepli, og að varpa
ljósi á eitthvað, en allt þetta er í mótsögn við hugmyndina um hið „bera
auga“. Með þessu dregur hann fram þátt tungumálsins, hvemig orð og
orðatiltæki um augu og sjón varpa ljósi á og í raun afhjúpa hugmyndir
okkar um sjónheiminn.2'
Þessi leikur með tungumál skapar meðvitund áhorfandans tun eigin
stöðu sem áhorfanda; sem horfir og sér og skoðar. Þegar áhorfandinn er
orðinn sér meðvitaður um hin óhku sjónarhom þá er hugmyndin um
hlutleysi hins bera auga í hættu. Augað verður ekki lengur tæki til ein-
faldra samskipta heldur býr það yfir mætti til umbreytinga. Jenks segir að
í stað þess að safna heiminum saman með hjálp augna-ráðsins og sjón-
málsins, þá eigum við að umstafla heiminum innan sjónsviðsins, færa
hann í form með hjálp hinnar meðvituðu sýnar: kóða hann, eins og við
gerum t.d. ósjálffátt þegar við skoðum ljóð Oskars Arna.28 Þessi sjálfs-
meðvitund um sjón, auga og ímyndir gerir okkur þá kleift að opna aug-
un fýrir þessum auðuga heimi tákna sem er allt í kringum okkur og sem
hann segir að við höfum aflært að lesa í. Því líkt og fleiri ffæðimenn á
sviði sjónmenningar er Jenks upptekinn af öllu því sem við erum að missa
af í samfélagi sjónarspilsins, og þeirri andlegu fátækt sem „augna-ráðið“
hefur skapað, en hann ítrekar hvernig þetta viðhorf til augans og sjónar-
innar hefur svipt hinn fjölbreytta sjónræna táknheim sem er allt í kring-
um okkur sínum merkingarheimi og segir að búið sé að hreinsa mynd-
27 Sama rit, bls. 8.
28 Sama rit, bls. 13. Jenks vitnar tdl Normans Bryson sem talar um að umbreyta efni
málverksins í merkmgar og hvemig slík umbreyting byggir á því að við kóðum mál-
verkið út frá eigin þekkingu og túlkum það þannig, en slík túlkun er ávallt breytileg
í tíma og rúmi. Almennt virðist Jenks líta svo á að hin listfræðilega sýn sé best fall-
in til að mynda mótvægi við þessar hugmyndir vísinda-augnaráðsins. Þetta er at-
hyglisvert í ljósi þess að sumir listfræðingar hafa leitað á náðir sjónmenningar til að
fá opnari og víðari sýn, til dæmis Irit Rogoff og Barbara Maria Stafford.
59