Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 63
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
endurskapa ímynd ímynda sem eru ævinlega fordæmdar sem tálmyndir
yfirborðsmennsku, og líkt og Jenks leggur Stafford áherslu á að þetta
verkefiii sé víðtækt og þverfaglegt.
Stafford dregur ákveðið fram hversu ólíkt viðhorf ríkir til orða og
mynda. Orð og mynd eru sett upp í stigveldi og þar er orðið ævinlega yf-
irskipað myndinni, orðið er margrætt og djúpt og krefst lesturs, meðan
myndin er flatt yfirborð, augljós. Þessi umræða um stigveldi orða og
mynda og gagnrýni á hana er reyndar algeng í skrifum sjónmenningar-
fræðinga. Líkt og Jenks ítrekar Stafford að sjónin er vitrænt skilningarvit
og leggur í framhaldi af því áherslu á samspil þessa vitræna augnaráðs eða
áhorfs og vitrænna mynda. Hún gagnrýnir sérstaklega það sem hún kall-
ar aflíkömnun augans, og rekur slíkar hugmyndir til málvísinda strúkt-
úralismans þar sem skynjun er aðskilin frá hugsun. Þetta er grunnurinn
að því sem kallað hefur verið póststrúktúralismi en þar er mikil áhersla
lögð á tungumálið, hina alltumvefjandi orðræðu. Stafford vill meina að
með því hafi tungumálinu enn á ný verið gefin æðri staða innan merk-
ingarsköpunar. Eftirlendufræði eru undir miklum áhrifum frá póststrúkt-
úralisma, en þar koma fordómar gagnvart sjóninni og hinu sýnilega
einnig fram, til dæmis í því að hin sanna sjálfsmynd eftirlendubúa sé í
raun ósýnileg og að hið sjónræna sé af hinu illa því þar sé ímynd einstak-
lingsins ævinlega mótuð af augnaráði valdsins. Stafford bendir á að
frammi fyrir slíkum alhæfingum hljóti þeir sem vinna með sjónlistir,
listamenn jafnt sem listfræðingar, að spyrja sig hvað hafi orðið um flók-
ið og margslungið og margrætt myndmál.32
Annað atriði sem Stafford gagnrýnir er það viðhorf sem segja má að
felist í orðinu ímynd en það gefur tdl kynna að hér sé á ferðinni eitthvað
sem er ekki raunverulegt (sbr. ímyndunarafl), heldur ávallt mynd „af‘
einhverju. Þannig verður myndin alltaf eftirmynd einhvers ytri raun-
veruleika.33 Stafford segir að þetta viðhorf drekki hugmyndum um frum-
leika mynda og auðgi þeirra og spyr: „Síðan hvenær þýðir það að vinna
með yfirborð að vera yfirborðslegur, holur, innantómur?“34 Enn og aft-
ur hlýtur þetta að kalla á vangaveltur um stöðu sjónlista, auk þess sem
viðhorfið til ímynda endurvarpast, ef svo má segja, á áhorfendur þeirra:
32 Sama rit, bls. 7.
33 Sama rit, sama stað, sjá neðanmálsgrein 30 um ímynd og mynd.
34 Sama rit, bls. 7.