Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 65
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
efrirmynd efriraiyndanna, hermilíkið eða líkneskið, nær hámarki í því að
staðsetja sjálft sig sem frummynd.39 Nærtækt dæmi úr samtímanum er
náttúruvemdarumræðan hér á landi, þar sem náttúruvemdarsinnar starfa
ötullega að því að búa til ímynd af hreinni og ósnortinni íslenskri nátt-
úm sem á engan hátt má hrófla við, til dæmis með virkjunarffamkvæmd-
um, en sHk náttúra er auðvitað ekki til, heldur einungis efrirmynd af
rómantískri náttúruímynd sem á sér sitt menningarsögulega samhengi í
iðnbyltingu og upplýsingu. Islensk náttúra sem hkneski er fullkomnuð
þegar notuð era þau hagfræðilegu sjónarmið að náttúran sé dýrmætari
óspillt sem aðdráttarafl fýrir ferðamenn, en spillt af stóriðju.40 Aflðhorf
Virihos til samfélags sjónarspilsins er nokkuð eindregið neikvætt, en fólk
á erfiðara með að átta sig á afstöðu Baudrillards; kenningar hans em
mjög umdeildar enda ansi krassandi á stundum.41 Hvað sem öðra hður
er ljóst að kenningar hans - og ekki síður Virilios - era mikilvægt grein-
ingartæki á samtímann, auk þess sem þær era góð áminning um að þær
hugmyndir sem við gerum okkur um fyrirbæri eins og raunveraleika,
uppruna, frummynd, óspillta náttúru, era ávallt þegar ímyndir, að því
leyti að þær era hugmyndir, sem, hkt og Jenks bendir á, er mjög mynd-
bundið orð.
Gagnrýni Stafford lýtur fýrst og fremst að beitingu ímyndarinnar í
þessum fræðum.42 Oll gagnrýni þeirra á efrirmyndir efrirmynda og hkn-
eski og hermilíki byggir á fýrirffamgefhum fordómum til ímyndarinnar
sem efrirmyndar. Stafford kallar þessa fordóma „bókhneigða“ (e. bookish)
39 Það er auðvelt að finna dæmi um þetta í nútímamenningu, Hermann Stefánsson
ræðir kenningar Baudrillards um efdrlíkingar eftirlíkinga í grein um Keikó, hvali og
kvikmyndimar um að frelsa hvalinn Willy, sjá „Veruleikinn og Baudrillard: Hermi-
líkið í kvínni“, í Sjónbverftngar, Reykjavík, Bjartur 2003. Sjálf hef ég beitt kenning-
um Baudrillards á tíðarandamyndir og kvikmyndaaðlaganir, sérstaklega þær sem
laga skáldverkið að nútímanum eins og Clueless (1995) er gott dæmi um. Sjá ,,‘Hvar
hafa dagar Kfs þíns...?’: Af tíðaröndum“ í Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elís-
son, Reykjavík, art.is og Forlagið 1999. Þess má geta að grein Hermanns um Keikó
birtist upphaflega í Heimi kvikmyndanna.
'w Hér er ég ekki að taka afstöðu til náttúruvemdar þótt ég verði að játa að mér finnst
allt þetta fjaðrafok um ósnerta náttúm yfirborðslega þegar tekið er mið af linnulaus-
um ágangi búfénaðar, sérstaklega hrossa, sem valda mun meiri og víðtækari usla en
stóriðjur.
41 Sjá formála Geirs Svanssonar að Frá eftirlíkingu til eyðimerkur.
42 Jenks ræðir þetta líka í grein sinni, „The Centrality of the Eye in Westem Culture:
An Introduction“, bls. 10-11.
63