Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 66
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR og bendir á að þeir séu reistir á fyrrnefhdu stigveldi orða og mynda.43 Þannig má segja að róttækni kenninga Virilio og Baudrillards renni dá- lítið á rassinn þegar til þess er tekið að þær byggja gagnrýnislaust á þeirri hugmynd að orðið sé æðra myndinni. ímyndin á tímum tæknilegrar endurgerðar sinnaiM Samfélag sjónarspilsins er auðvitað okkar hversdagsleiki, það samfélag sem við búum í og sá veruleiki sem við búum við. Því eru þessar spurn- ingar um sjón, augnaráð, ímyndir og myndir ekki bara fræðilegar spurn- ingar um „stigveldi orða og mynda“, „orðræðu“ eða „listfræði“. I þessari umræðu eru verið að takast á við okkar daglega veruleika, umhverfi, skynjanir og upplifanir. Hér mættí jafhvel vísa til verufræðinnar og segja að í sjónmenningarfræðum sé verið að fjalla um stöðu okkar í heiminum; hvernig hún hefur breyst og á efrir að breytast meira með síauknum ítök- um sjónræns efhis í umhverfi okkar, hvort sem þar er vísað til afþreying- arneyslu, hversdagslegrar upplýsingaveitu, eða upplifana á fagurmemi- ingu. Mirzoeff byrjar grein sína á tilvísun tíl samfélags sjónarspilsins og seg- ir: „Það er ekki nóg að trúa bara eigin augum nútildags.“45 Þetta kemur tíl af tækninni en nú er hægt að taka rnyndir hvort sem er úr stjarnfræði- legri fjarlægð gervihnatta eða næsta yfirskilvitlegri nálægð sjóntækja læknavísinda sem geta ekki aðeins sýnt myndir innan úr líkömum fólks heldur einnig rýnt í hinar smæstu einingar lífríkisins. Og ekki má gleyma því að á tímurn stafrænnar tækni er hægt að breyta myndum svo til linnu- laust.46 Upphafsorð Mirzoeffs vísa klárlega til ofangreindra hugmynda um sjónina sem hið alvalda skilningarvit, þar sem það að sjá er það sama og skilja, en um leið hafna þau þessu viðhorfi, snúa því við með því að 43 Barbara Maria Stafford, „Introduction: Visual Praginatism for a Virtual World“, bls. 4. 44 Þessi milliíyrirsögn er tilvísun til firægrar greinar Walters Benjamin sem fjallað verð- ur um í næsta kafla. 45 Nicholas Mirzoeff, „What is Visual Culture“, bls. 3: „Seeing is a great deal more than believing these days.“ 46 Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Sýning á vegum Ljósmyndasafits Reykjavíkur, Fyrir og eftir (6. nóv. 2004-6. feb. 2005), sýndi einmitt hvernig ljósmyndarar hafa frá upphafi unnið myndir á ýmsan hátt, t.d. með því að retússera. Sjá nánar um ljósmyndir og falsanir í grein Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, „Eins og þessi mynd sýnir...: Fals- aðar ljósmyndir og skáldskapur á ljósmynd" Ritið 3/2004. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.