Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 66
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
og bendir á að þeir séu reistir á fyrrnefhdu stigveldi orða og mynda.43
Þannig má segja að róttækni kenninga Virilio og Baudrillards renni dá-
lítið á rassinn þegar til þess er tekið að þær byggja gagnrýnislaust á þeirri
hugmynd að orðið sé æðra myndinni.
ímyndin á tímum tæknilegrar endurgerðar sinnaiM
Samfélag sjónarspilsins er auðvitað okkar hversdagsleiki, það samfélag
sem við búum í og sá veruleiki sem við búum við. Því eru þessar spurn-
ingar um sjón, augnaráð, ímyndir og myndir ekki bara fræðilegar spurn-
ingar um „stigveldi orða og mynda“, „orðræðu“ eða „listfræði“. I þessari
umræðu eru verið að takast á við okkar daglega veruleika, umhverfi,
skynjanir og upplifanir. Hér mættí jafhvel vísa til verufræðinnar og segja
að í sjónmenningarfræðum sé verið að fjalla um stöðu okkar í heiminum;
hvernig hún hefur breyst og á efrir að breytast meira með síauknum ítök-
um sjónræns efhis í umhverfi okkar, hvort sem þar er vísað til afþreying-
arneyslu, hversdagslegrar upplýsingaveitu, eða upplifana á fagurmemi-
ingu.
Mirzoeff byrjar grein sína á tilvísun tíl samfélags sjónarspilsins og seg-
ir: „Það er ekki nóg að trúa bara eigin augum nútildags.“45 Þetta kemur
tíl af tækninni en nú er hægt að taka rnyndir hvort sem er úr stjarnfræði-
legri fjarlægð gervihnatta eða næsta yfirskilvitlegri nálægð sjóntækja
læknavísinda sem geta ekki aðeins sýnt myndir innan úr líkömum fólks
heldur einnig rýnt í hinar smæstu einingar lífríkisins. Og ekki má gleyma
því að á tímurn stafrænnar tækni er hægt að breyta myndum svo til linnu-
laust.46 Upphafsorð Mirzoeffs vísa klárlega til ofangreindra hugmynda
um sjónina sem hið alvalda skilningarvit, þar sem það að sjá er það sama
og skilja, en um leið hafna þau þessu viðhorfi, snúa því við með því að
43 Barbara Maria Stafford, „Introduction: Visual Praginatism for a Virtual World“, bls.
4.
44 Þessi milliíyrirsögn er tilvísun til firægrar greinar Walters Benjamin sem fjallað verð-
ur um í næsta kafla.
45 Nicholas Mirzoeff, „What is Visual Culture“, bls. 3: „Seeing is a great deal more
than believing these days.“
46 Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Sýning á vegum Ljósmyndasafits Reykjavíkur, Fyrir og
eftir (6. nóv. 2004-6. feb. 2005), sýndi einmitt hvernig ljósmyndarar hafa frá upphafi
unnið myndir á ýmsan hátt, t.d. með því að retússera. Sjá nánar um ljósmyndir og
falsanir í grein Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, „Eins og þessi mynd sýnir...: Fals-
aðar ljósmyndir og skáldskapur á ljósmynd" Ritið 3/2004.
64