Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 68
ULFHELDUR DAGSDOTTIR
í okkar eigin líkama. Og hann
tekur dæmi af þtd hvemig lík-
amsstarfsemi er gerð sýnileg í
límiritam alls konar, og birtist í
hjarta- og heilabylgjum á skjá-
um. Sjónvarpsþættir eins ogE.R.
(Bráðavaktin) gera út á þemian
nýja sýnileika, en þar er áhorf-
andinn stöðugt látinn fylgjast
með líðan sjúklinganna með því
að rýna í línur á skjáum - innan
myndarinnar og heima í stofu.
Táknmynd dauðans er því ekki
lengur beinagrind í kufli með ljá, heldur flöt lína á skjá (og hljóðmyndin
bætir við eintóna sormæddu bípi í stað hringls í beinum og htdssi Ijásins).
Þessi ímynd minnir okkur einnig á að aukið vægi ímynda og sjónrænna
upplýsinga kemur til af auknum ítökum tækni í okkar daglega lífi. Tengsl
tækni og sjónmenningar eru mi.ki.1 og margvísleg, og ná jafiit til þeirra
tæknilegu miðla sem færa okkur upplýsingar í sjónrænu formi til hug-
mynda um að sjóntæki, myndavélar og -sjár ýmiss konar, tryggi hludeysi
sjónarinnar. Síðari hugmyndin tengist augljóslega umræðunni hér að of-
an um augnaráð vísindanna. Hér birtist því skemmtileg mótsögn emi á
ný: annars vegar er það tæknin og hin tæknilega fjölföldun ímynda og
eftirmynda sem skapar samfélag sjónarspilsins með sínum tálsýnum og
linnulausu blekkingum og hins vegar tryggir tæknin hlutleysi og þar með
(endanlegan) sannleika. Þegar hefur verið fjallað um þann hugmynda-
grunn sem blekking hins tæknilega endurgerða líkneskis byggir á, en hið
meinta hlutleysi hins tæknilega og vísindalega auga hefur einnig verið
gagnrýnt. Sú umræða er víðtæk, en hana mætti ramma inn með tveimur
konum, annars vegar menningarfræðingnum Susan Sontag og hins veg-
ar vísindasagnfræðingmim Donnu Haraway.
Rit Susan Sontag, Ov Photography, kom út á bók árið 1977 og olli um-
svifalaust heilmiklu fjaðrafoki.50 I stutm máli má segja að Sontag hafhi
helstu goðsögum um sannleika eða hreinleika ljósmynda og ljósmyndun-
50 Greinarnar birtust upphaflega í Tbe New York Reveiw ofBooks en voru síðan endur-
skoðaðar og gefnar út á bók. Skrif Sontag eru enn umdeild, ég gluggaði aðeins í
Google og fann spánnýjar heitar ádeilur ljósmyndara!
© Fréttastofa R ÚV-Sjónvaips.
66