Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 70
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
mesta áherslu á að gagnrýna hugmyndina um hlutleysi hins vísindalega
auga og bent á hvernig fyrirframgeíhar hugmyndir þess sem gerir sér vís-
indalega mynd af viðfangsefni sínu mótar ævinlega þá mynd. Haraway ít-
rekar valdajafnvægi sjón-málsins og augna-ráðsins, og tengir það sérstak-
lega sjóntækni vísindanna og tengslum þeirra við „hermennsku,
kapítalisma, nýlendustefnu og karlleg yfirráð“.53 Sögu vísindanna, segir
Haraway, má segja sem sögu tækniaðferða og þær eru ævinlega tengdar
tilveruháttum, félagslegu skipulagi og sjónarhorni, þH hvernig \dð ger-
um okkur mynd af heiminum. Þannig eru þessar tækniaðferðir ætdnlega
lærðar.54 Líkt og aðrir sjónmenningarfræðingar leggur hún mikla áherslu
á að líkamna augað, til dæmis með því að staðsetja það einhvers staðar -
í líkama, félagslegri stöðu, hugmyndafræði.55 Og þessi líkömnun þarf
ekki endilega að vera líffræðileg; líkt og Sontag leggur Haraway áherslu
á hvernig tæknin sjálf er ævinlega mótandi afl.
Stimpla sig út, stimpla sig inn
Hlutverk tækninnar í að útbreiða myndefni og gera íinyndir að okkar
daglega veruleika minnir okkur enn á það að sjónmenningin snýst um
okkar daglega líf, en Mirzoeff leggur mikla áherslu á hversdagsleikann í
sinni grein. Sjónmenning er auðvitað ríkur hluti í tilveru okkar og á
hverjum degi sjáum við ótal hluti, ímyndir, fólk, staði, sem síðan raðast
upp í enn eina brotakermda myndina af umhverfi okkar og lífi. I flestum
tilfellum erum við ekki að horfa á þessa hluti, við einungis sjáum þá, án
þess að taka eftir þeim eða gefa þeim gaum. Samkvæmt Astráði Eysteins-
heimilda og notkun þeirra í æviskrifum, sjá til dæmis greinina „Eins og þessi mynd
sýnir...: Falsaðar ljósmyndir og skáldskapur á ljósmynd" Ritið 3/2004.
53 Donna Haraway, „Situated Knowledges: The Science Question in Feminism and
the Privilege of Partial Perspective" í Shnians, Cyborgs, and Women: The Reinvention
ofNature, New York, Routledge, 1991, bls. 188. Haraway er annars þekktust fiTÍr
kenningar sínar um sæborgina (e. cyborg), en sjónmenning tengist náið allri umræðu
um sæborgafræði (e. cyborg studies).
54 Sama rit, bls. 194.
55 Sama rit, bls. 188-193. Þess ber að geta að þó hér sé sérstaklega vísað til þessa kafla
bókarinnar, þá einskorðast þessar hugmyndir ekki við hann, heldur gengur þessi
hugsun í gegnum allt ritið. Sjá einnig Gillian Rose sem gerir snöfurlega úttekt á
þessum hluta kenninga Haraway, Visual Methodologies, bls. 9. I þessu samhengi má
heldur ekki gleyma þætti Pauls Virilio, en hann fjallar einmitt sérstaklega um tengsl
sjónmenningar - augnaráðs og ímynda - við tækni. Sjá Paul Virilio, Stríð og kvik-
myndir.
68