Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 75
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
List og afþreying finna sér
sameiginlegan samastað í
einrömmungi Larsms.
myndunum sem hann segir
hafa komið í stað Biblíunnar
sem texti sem allir þekkja. Ekki
nóg með það, heldur vill hann
meina að Star Wars sé nútíma-
aðlögun á frægu söguljóði Ed-
munds Spencer (1552-1599),
The Faerie Queene. Og síðan
rekur hann sig í gegnum helstu
verk heimsbókmenntanna og
finnur þeim hliðstæðu í hinu
og þessu afþreyingarefni. Til
dæmis ber hann saman Rambó
II og Ilíonskviðu, Friends og Shakespeare og Star Trek og Ferðir Gúllivers.
En það eru ekki bara einstök verk sem Simon nefnir heldur bendir hann
á hvernig ýmis fyrirbæri lifa áfrarn í ólíku formi eða öðrum miðli. Dæmi
um það er hvernig nútímamaðurinn upplifir tragedíu í formi slúðurblaða
eins og The National Enquirer sem leggja aðaláherslu á sorgarsögur fræga
fólksins. A sama hátt bendir hann á tengsl milli klassískra skáldsaga
kvenna eins og Jane Austen og Bronté-systra og kvennablaða eins og
Cosmopolitan. Það er sláandi að bókmenning breytist hér í sjónmenningu
- eina undantekningin eru verk Shakespeares, en leikrit teljast jafht til
sjónmenningar og bókmenningar.
Kenningar Simons staðsetja okkur augljóslega í landi Baudrillards,
heimi eftirlíkingarinnar og líkneskisins, því það er ljóst að fyrirmyndirn-
ar eru hér með öllu horfnar og eftirmyndirnar hafa staðsett sjálfar sig
sem frummyndir. Simon gerir sér grein fyrir að ýmsir muni væntanlega
hafa áhyggjur af örlögum frummyndanna í þessum heimi eftirlíkinga,
meðal annars eru örlög tungumálsins, bókmenntatextans, ráðin, því hann
á sér ekki stað í þessum endurgerðum. A móti bendir Simon á að mynd-
málið komi í staðinn, þessum yfirfærslum fylgir heilmikið myndmál og
tæknibrellur, sem eru hinn nýi texti.
Simon vísar einnig til skrifa Benjamins um að tæknilega endurgerðin
73