Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 78
ÚLFHTLDUR DAGSDÓTTIR
um tíðina.70 Sem dæmi má taka samk\mhneigða sem lengi máttu ekki
vera sýnilegir (og mega víða ekki enn), annað dæmi er blökkufólk í vest-
rænum löndum sem ekki mátti horfa beint ffam eða upp í augun á hvít-
um. Enn annað dæmi er hin sakleysislega en umdeilda Barbídúkka, en
þegar hún var búin til árið 1959 mátti hún ekki horfa beint fram, það
þótti ókvenlegt og því horfði Barbí til hliðar allt til ársins 1971. Þetta
þykir okkur vestrænum konum hlægilegt, en dæmið er ágætis áminmng
um að sums staðar þykir það enn óviðeigandi að konur horfi upp og ffarn
og/eða í augun á körlum. I gegnum sögu sjónarinnar er ljóst að það að
horfa á eitthvað er að hlutgera það, ráða yfir því. Þetta birtist jafiit í
kenningum Freuds um sálgreiningu, kenningum Michels Foucault um
eftirlitið eða einfaldlega í félagssögu, en Gillian Rose ræðir þennan
valdastrúktúr augnaráðsins út frá nýlendustefnunni og bendir á hvernig
vestræn lönd skoðuðu og skilgreindu afgangirui af heiminum. 1
I inngangi sínum að greinasafni um sjónmenningu íjalla ritstjórarnir
Jessica Evans og Stuart Hall um nokkur lykilorð í umræðu um það að sjá
og horfa. Þau nefna til sögunnar samfélag sjónarspilsins og eftirmyndina
eða líkneskið, endurframleiðslu ímynda, pólitíkina að baki ffamsetning-
armáta eða birtingarmáta (e. representation), spegilstigið, hið karllega
augnaráð og möguleikann á hinu kn-enlega augnaráði, munalosta eða
blætishneigð og gægihneigð eða gláphneigð. 2 Síðari hluti inngangsins
tengist sálgreiningu en sálgreining hefur, eins og áður sagði, verið áhrifa-
mikil í fræðilegri umræðu um sjónmenningu. Og það er gegnum sál-
greiningu sem umræðan um kynin og ófika afstöðu þeirra gagnvart
augnaráði og ímyndum hefur verið hvað áhrifamest. Þar er frægaist grein
Fauru Mulvey frá 1975 um sjónræna nautn og frás|gnarkvikmyndina. I
stuttu máli byggir greining Mulvey á hefðbtmdinni sálgreiningu sem
gerir ráð fyrir því að konan sé sú sem er séð en ekki sú sem horfir, kon-
an er myndin, ímyndin. Augnaráðið eða sjónmálið hefur verið skilgreint
sem virkt og því karllegt og því verður konan að myndefninu, ímjmdinni,
því óvirka sem horft er á. Ánægjan sem Mulvey ræðir í tengslum við
70 Irit Rogoff, „Studying Visual Culture", bls. 16. Sjá líka Donnu Haraway, Smiians,
Cyborgs, and Women: Tbe Reinvention ofNatnre, New York, Routledge 1991.
71 Gillian Rose, VisualMethodologies, bls. 7. Hér vitnar hún til ýinissa fræðimanna sem
hafa íjallað um hið evrópska augnaráð ferðamartnsins, t.d. Judith Adler, John Urrt'
og Timothy Mitchell.
72 Vmial Culture. The Reader, ritstj. Jessica Evans og Stuart Hall, London, Sage 1999,
bls. 1.
7 6