Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 79
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
„Vertu inni í myndinni“ var slagorð Sím-
ans internet árið 2003. Auglýsingin sýnir
blíðlegt og brosandi andlit konu í mjúkum
fókus sem fyllir upp í tölvuskjá, á hann
horfir karlmaSur sem við sjáum aðeins
baksvipinn á. Hér er einfalt dæmi um
kenningu Mulvey.
hefðbundnar frásagnarkvikmyndir
Hollywood er því eingöngu ætluð
körlum og hún felst í því að horfa
virkt og með valdi, með valdastrúkt-
úrinn vandlega upplagðan.
Hér koma inn hugtökin blæti og
gægihneigð, en með því að konan er
höfð í sjónmáh á þennan hátt er hún
jafnframt gerð að blæti, auk þess sem
hin örugga fjarlægð kvikmyndaáhorf-
andans í sætd sínu gerir hann að gægi. Allt þetta hefur síðan verið yfirfært
á annað sjónrænt efni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og aðrar ímynd-
ir. John Berger orðaði þetta svo: „Karlmenn gera og konur birtast. Karl-
ar horfa á konur. Konur horfa á aðra horfa á sjálfar sig“./3 Hann var ekki
fyrst og fremst að vísa til sálgreiningar, heldur einfaldlega að skoða
mynstur í hstasögu og myndefni hversdagsleikans. Og það er ekki síst þar
sem þessi tilhneiging tdl að viðhalda valdastrúktúr augnaráðs og ímynda
er hvað augljósastur: í hinu ómerkilega ruslefni sem enginn gefur gaum,
en hefur áhrif á alla, auglýsingar. Vissulega sjást þau einkenni sem Mul-
vey lýsir enn í kvikmyndum og sjónvarpsmyndefni, en í dag eru blætis-
hneigðin og gláphneigðin þó líklega mest áberandi í auglýsingum og
skyidu efhi eins og tónlistarmyndböndum. Með þessu vil ég ekki halda
því ffam að þetta efhi sé allt af hinu illa, heldur einfaldlega benda á að
meðan tungumál kvikmyndarinnar hefur að nokkru leytd þróast frá þeim
einfalda valdastrúktúr augnaráðsins sem Mulvey lýsir, þá virðast
auglýsingar og hlutd tónlistarmyndbanda enn byggja á þeirri hugmynd að
konan - og þá helst (hálf)nakinn líkami hennar - sé besta leiðin tdl að
fanga athygli áhorfandans. A þessu eru þó auðvitað undantekningar og
73 Tilvitnun tekin úr Gillian Rose, Visual Methodologies, bls. 12.
SÍTENGING HJÁ SÍMANUM INTERNET
- AUÐVELOARI EN NOKKRU SINNI FYRR
>> ADSt-EUNAfXju oc ZoomCam viímykdavÍl rWGJA mio
12 MÁfUDA ADSL-NETÁS(t1FT HJÁ SbftANVM iNTUNtT.
77