Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 81
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
upp á tækifæri til að takast á við ýmis
mikilvæg máleíni í nútímamenningu.
Þetta er mjög mikilvægt atriði að
mínu mati, þessi meðvitund um að
sjónmenning snúist ekki einungis
um myndir og orð, augnaráð og
áhorf, heldur snerti umræðan sem
henni tengist á grundvallarþáttum
samtímans, spumingum sem lúta að
skynjun okkar á menningu og um-
hverfi, gildismati menningar og hug-
myndum okkar um kyngervi og kyn-
hlutverk.
Myndasagan er það form sem býr
yfir mestu sjónrænu auðæfirm nú-
tímans, að því er ég tel, og hlúir hvað
best að hinu forvitna auga, og því
ætla ég að lokum að taka dæmi um
stutta myndasögu sem tekur til margra þeirra þátta sem hér hefur verið
vikið að. Sagan er efdr norska myndasöguhöfundinn Jason og er nafnlaus
og orðlaus, en undir hana er skrifað: „Kaupmannahöfn _ 99“.76 I fyrsta
ramma sjáum við brjóstmynd af tveimur persónum, greinilega karlkyns,
önnur er með myndavél um hálsinn, greinilega ferðamaður. Ferðamað-
urinn spyr um Litlu hafmeyjuna og spurningin birtist sem mynd í tal-
blöðru. I næsta ramma sjáum við hina persónuna, sem greinilega er
því hvort henni hafi verið ýtt of mikið til hhðar í sjónmenningarfræðum, en eitt af
því sem Mirzoeff talar um er einmitt að sjónmenning fjalli um form og myndbygg-
ingu, án þess þó að hann geri þessum „hstfræðilega" þætti frekari skil. Astráður
minnist einnig á mikilvægi fagurffæðilegs mats og ánægju sem við upplifum daglega
í okkar hversdags-myndasögu, en án þess að ræða það frekar. Kannski mætti segja
að enn sem komið er séu sjónmenningarffæðingar svo uppteknir af því að víkka út
sviðið og skilja sig ffá hugmyndum um 'hreina formfræði að það sé eðlilegt að slíks
sjái ekki mikil merki, en einnig má benda á að í þeim hluta sjónmenningar sem snýr
meira að myndlestri er form og bygging mikilvægur þáttur, lrkt og kemur ffam í riti
Gillian Rose, Visual Methodologies. Eins og áður hefur komið fram er ég að vinna að
yfirhtsgrein um myndlestur og þar verða þessum mikilvæga þætti fagurffæðinnar
vonandi gerð betri skil.
76 Sagan birtist í bókinni Den hemlighetsfulla mumien, Stokkhólmur, Optimal Press
2001 (án blaðsíðutals). Bókin er safn smttra sagna.
79