Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 82
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
heimamaður, svara ferðamanninum, svarið birtist í formi borgarkorts. í
þriðja rammanum er heimamaðurinn enn að svara og enn í formi borg-
arkortsins, en nú sjáum við að á ferðamanninn renna tvær grírnur, þetta
er of flókið. Hvernig sjáum við þetta, þegar þessar tvær myndir virðast
að öllu leyti nákvæmlega eins (utan að kortið hefur breyst lítillega), jú,
röndin sem táknar varir ferðamannsins er orðin dálítið skjálfandi, auk
þess sem annað eyrað lafir öllu meira en á fyrri myndinni. Eyrað? Lafir?
Bíðum við, það gleymdist að taka ffam að persónurnar eru ekki mennsk-
ar, heldur í líki dýra, líklegast hunda, allavega er ferðamaðurinn hundur
þó heimamaður gæti reyndar fullt eins verið köttur ef mið er tekið af
oddmjóum eyrunum. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að við skynjum þá
sem fólk, menn, karlmenn, ferðamann og heimamann: við eruni strax á
fyrsta ramma byrjuð að túlka, lesa í myndina og þannig verður okkur
ljóst að þessi myndasaga, sem við fyrstu sýn virðist svo einföld, býr yfir
margræðu myndmáli. Fjórði ramminn er víðari en hinir, þar sjáum við að
mennirnir tveir eru staddir á götuhorni í borg, ferðamaðurinn lítur efins
í kringum sig, meðan heimamaður bíður átekta. Fimmti rammi sýnir aft-
ur sömu brjóstmynd og fyrstu þrír, utan að nú spyr ferðamaðurinn um
klám. Að þessu sinni birtist ritað mál með myndinni í talblöðrunni, þar
er mynd af bók eða blaði, á forsíðu þess má sjá tvo bera kroppa, nánar til-
tekið hluta af tveimur berum kroppum, nánar tiltekið rniðbik þeirra.
Annar er greinilega karlkyns og stendur ákaft, hinn snýr rassinum að,
kynið er ógreinilegt. I lokarammanum sjáum við svarið, heimamaður
bendir einfaldlega aftur fyrir sig. Skilaboð sögunnar eru einföld, það er
heilmikið mál að ferðast um borgina í leit að fagurmenningu, en lág-
menningin er ævinlega í grennd. Eða eru það svo einföld skilaboð? Hér
mætti velta fyrir sér stöðu Litln hafmeyjunnar sem tákni fagurmenningar;
þó styttan sé upphaflega sköpuð sem listaverk/7 hefur hún öðlast íinynd
dægurmenningar sem táknmynd ferðamennsku í Kaupmannahöfn. Og
ekki má heldur gleyma því að styttan er gerð eftir sögu H.C. Andersen
um litlu hafmeyjuna, en sögur hans tengjast í raun jafnt fagurmenningu
77 Edvard Christian Eriksen (1876-1959) var þekktur myndhöggvari í Kaupmanna-
höfn um aldamótin og gerði meðal annars höggmyndir fyrir konungsfjölskylduna.
Það var eigandi Carlsberg verksmiðjanna, listunnandinn Carl Jacobsen, sem fékk
Eriksen til að gera styttu af litlu hafineyjunni. Kona Eriksens var fyrirmymdin og
styttan var athjúpuð árið 1913 sem gjöf frá Jacobsen. Eg vil þakka samstarfskonu
minni á Borgarbókasafhinu, Jónínu Oskarsdóttur, H.C. Andersen-sérfræðingi, fyrir
að útvega mér þessar upplýsingar um Litln hafmeyjuna.
8o