Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 83
ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ
Jason, íir Den hemlighetsfiilla
mumien, Göteborg, Optimal
Press 2001.
sem alþýðumenningu. Klám
virðist í fýrstu auðvelt tákn
lágmenningar, en ekki má
gleyma því að til eru ódauð-
leg listaverk í formi kláms,
t.d. Saga augans (1928) efdr
Georges Bataille. Þannig
mætti fullt eins snúa þessu
við, sjá Litlu hafmeyjuna sem
táknmynd afþreyingar og klá-
mið sem hámenningarlegt at-
hæfi, það er jú eftir allt saman
safn helgað klámi í Kaup-
mannahöfn!
kemur einnig inn á
vangaveltur um kynjun aug-
ans. Litla hafmeyjan er
dæmigert tákn um það
hvemig kontmni er ævinlega
stillt upp til sýnis fyrir hið
karllega auga - það er engin
tilviljun, myndi femfnistinn
segja, að stytta til heiðurs ævintýrum H.C. Andersen sýnir nakinn kven-
líkama litlu hafrnet’junnar, en ekki, til dæmis, nakinn karlmannslíkama
keisarans úr sögunni um nýju föt keisarans. Og að sjálfsögðu sjáum við
svo karlkyns ferðamann sem hefirr hug á að horfa á þennan bera kvenlík-
ama. Ekki skánar það þegar kemur að kláminu, en það er iðulega tengt
glápi, gláphneigð og gægihneigð, sem ævinlega er gláp karla á konur.
Satt best að segja þá sá ég glöggt beran kvenlíkama á forsíðu ritsins í
fyrsta sinn sem ég las söguna, sem sýnir vel hvernig fýrirfi-amgefnar hug-
myndir okkar móta það sem við sjáum. (Eg „sá“ meira að segja teiknað-
an kv’enkroppinn fýrir mér og varð aldeilis hissa þegar ég skoðaði söguna
betur.) Klámið, að auki, mirmir okkur á líkamleika sjónarinnar og augna-
ráðsins, því klám er efni sem er beinlínis ædað að vekja líkamlegar
81