Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 84
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
kenndir. Ekki má heldur gleyma því að klámið er einmitt ein táknmynd
vandamálsins við ímyndir, óttans við áhrif þeirra og spillingarmátt. Bau-
drillard notar klámið sem tákn þegar hann lýsir samfélagi sjónarspilsins,
heimi líkneskisins eða hermilíkisins, og segir að þessi ofgnótt ímynda sé
orðin klámfengin.78
Þannig koma flest þau atriði sem hér hafa verið rædd í tengslum við
sjónmenningu fram í þessari stuttu og einföldu sögu. Ferðamaðtniim er
góð táknmynd þess að við upplifum hversdaginn og uinhiærfi okkar sem
áhorfendur, eins og Astráður bendir á, því ferðamaðurinn er ævinlega
áhorfandi að þeirri menningu sem hann ferðast um. Myndavélin um
hálsinn á honum minnir á að ferðamaðurinn horfir ekki aðeins á menn-
inguna, heldur myndar hana líka og færir hana þannig í form: segja má
að hvert einasta myndaalbúm geymi ólfka m}md af mismunandi stöðum,
þá mynd sem ferðamaðurinn gerði sér af landi og þjóð - k'kt og hér er
einmitt dregin upp skyndimynd af Kaupmannahöfn og Dönum. Og eins
og áður hefur komið fram er sagan ágæt birtmgarmynd þess að við sjá-
um aldrei neitt með „berum augum“ því dýrin taka strax á sig mennskt
form í huga lesandans, túlkunin er ósjálfráð og óhjákvæmileg - það er
ekkert augljóst eða yfirborðslegt við þessa sex mynda röð.
Myndasaga Jasons er því gott dæmi um hvernig hið ósýnilega rými er
fyllt upp af hinu og öðru dóti - dýrum, titrandi línum, útilistaverkum og
standpínum: það gefur auga leið, og stígarnir á þeirri leið geta verið bæði
margvíslegir og óvæntir.
78 Sjá Jean Baudrillard, „The Ecstasy of Communication“, í Postmodem Culture, ritstj.
Hal Foster, London og Sydney, Pluto Press, 1985 (1983) og Fatal Strategies, New
York, Semiotext(e), 1990 (1983). Sjá líka um klám og ímjndir, Rune Gade, Staseiv
Teorier om det fotografiske billedes ontologiske status ir Det pornografiske tableau, Aarhus:
Passepartout, 1997, en þar fjallar hann um klám sem ýkta táknmynd hins sjónræna
og sviðsetta.
82