Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 86
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
auki nátengd menningu þeirrar þjóðar sem talar þau. Nærtækt dæmi eru
Norðurlönd þar sem í eina tíð var á stóru svæði talað eitt og sama mál-
ið, norræna. Nú á dögum eru hins vegar töluð ólík mál í þessum löndmu
þótt þau séu ekki óskyld. Alveg sama máli gegnir um táknmál heimsins,
þau eru um margt lík en hafa þó hvert sín sérkenni.
Þegar þallað var um hetTnarlausa fyrr á öldum var það oftast með nei-
kvæðum formerkjum. Þetta má sjá allt frá tímum Forngrikkja og fram á
síðustu öld.3 Fyrst og fremst var litið á heyrnarlausa sem aumingja og
heimskingja og einblínt á það sem þeir geta ekki. Þeir voru taldir mál-
lausir og margar ógeðfelldar tilraunir voru gerðar til að „lagfæra“ þá og
kenna þeim að tala. Fyrstu heimildir um kennslu heyrnarlausra eru frá
16. öld og þá virðist fyrst koma fram skilningur á því að „málleysi" þeirra
væri ekki algert. Táknmál virðist hafa að einhverju leyti verið notað til
kennslu í Evrópu á 16.-18. öld en þó var talkennsla og varalestur miklu
algengari.4 Táknmálsaðferðin var kölluð franska aðferðin andstætt þýsku
aðferðinni sem var raddmálsaðferð (e. oralism).5 I Þýskalandi réð radd-
málsaðferðin ríkjum og því var haldið fram að heyrnarlausir gætu ekki
lært á táknmáli og að það hindraði þroska þeirra að læra táknmál. Þessi
viðhorf áttu eftir að breiðast út og hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir
heyrnarlausa víðast hvar í heiminum.
I Evrópu og Bandaríkjunum mátti um miðja 19. öld finna bæði skóla
sem aðhylltust táknmálsstefhuna og aðra sem fylgdu raddmálsstefnunni.
Þetta tímabil er stundum nefnt blómaskeið heyrnarlausra; skilningur á
þýðingu táknmáls fyrir heyrnarlausa var útbreiddur og víða voru heyrn-
arlausir kennarar.6 A síðari hluta aldarinnar komu hins vegar upp efa-
semdir um táknmálið hjá heyrandi kennurum heyrnarlausra og ágrein-
ingur um aðferðirnar hófst á ný. Arið 1878 var haldið þing heyrandi
kennara þar sem samþykkt var sú niðurstaða að raddmálsaðferðin væri sú
aðferð sem ætti að nota og gagnaðist heyrnarlausum best. Tveimur árum
síðar, 1880, var haldið sams konar þing í Mílanó. Heyrnarlausum var
meinað að sitja þingið og þar var ákveðið að banna táknmál. Raddmáls-
aðferðin ein var viðmkennd og heyrnarlausir skyldu læra að tala og lesa
3 Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, Heymarlausir á Islandi - sögulegt
yfirlit, Reykjavík: Félag heyrnarlausra £ samvinnu við Fjölsýn Forlag, 1989, bls. 11.
4 Sama rit, bls. 11-15.
s Sama rit, bls. 17-25.
6 Harlan Lane, Robert Hoíimeister og Ben Bahan, A Journey into tbe DEAF-
WORLD, San Diego, Califomia: DawnSignPress, 1996, bls. 58-59.
84