Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 89
ORÐ EÐAMYND
samstarfsmaður Stokoes, komst einkar vel að orði þegar hann sagði að
vissulega væru táknmál eins og myndir í lofdnu, ekki væri hægt að neita
því. Táknmál væru hins vegar svo miklu þölþættari og að segja að tákn-
mál væru eins og myndir í loftinu væri eins og að segja að raddmál væru
eins og söngur.12 Þó að mikill hluti orðaforðans í táknmálum sé mynd-
rænn er það auðvitað ekki algilt og má finna fjölda tákna sem ekki eru
myndræn (sjá umræðu hér aftar). Sú staðreynd að orðaforði sé mynd-
rænn útilokar hins vegar ekki að hann eigi sér líka málfræði og lúti regl-
um. Táknin og látbrigðin13 sem þeim fylgja raða sér saman á kerfisbund-
inn hátt og til að mynda gilda ákveðnar reglur um notkun rýmisins. Ef
þær reglur eru brotnar er hætta á að skilaboðin komist ekki til skila.
Með tilkomu rarmsókna á táknmálum breyttust viðhorf til þeirra og
staða þeirra batnaði. A áttunda áratug síðustu aldar var víða farið að við-
urkenna táknmál sem mál heyrnarlausra og þau í auknum mæli notuð í
kennslu. I dag er í menntun flestra heyrnarlausra (a.m.k. hér á Vestur-
löndum) fylgt svokallaðri tvítyngisstefhu þar sem stefht er að tvítyngi
heymarlausra barna þar sem táknmál er fyrsta mál þeirra og þjóðtungan
annað mál.
Er táknmálið nær Guði eða apanum/frummanninum?
Það er athyglisvert að velta fyrir sér þeirri staðreynd að á tímum radd-
málsstefnunnar (á 19. og 20. öld) skiptust menn í tvær fylkingar sem báð-
ar héldu því fram að táknmálið væri á einhvern hátt „náttúrulegt“. Fylk-
ingamar greindi hins vegar á um hvað „náttúrulegt“ þýddi og hvort það
væri kostur eða löstur táknmálsins að vera náttúrulegt.
I bók sinni Forbidden Signs ræðir Douglas C. Baynton um þessa bar-
áttu þeirra sem hann kallar raddmálssinna og táknmálssinna14 en hún er
12 Robbin Battison, „Signs Have Parts: A Simple Idea“, í Sign Language and the Deaf
Community, ritstj. C. Baker og R. Battison, Silver Spring, MD: National Associaton
of the Deaf, 1980, bls. 35-51; endurprentað í Valli og Lucas, Linguistics of American
Sign Language, bls. 231-242, bls. 232.
13 Með látbrigðum á ég við hreyfingar líkama, höfuðs, augna, augabrúna og munns en
allt þetta gegnir málfræðilegu hlutverki í táknmáli. Til dæmis má sleppa fomöfnum
þegar verið er að vísa í samtal tveggja persóna og nota einungis frkamann eða jafh-
vel aðeins augun til að vísa til þeirra sem tala.
14 Baynton nefnir þá oralists og manualists, sjá Douglas C. Baynton, Forbidden Signs:
American Culture and the Campaign against Sign Language, Chicago, London: The
University of Chicago Press, 1996, bls. 3-4.
8 7