Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 95
ORÐ EÐA MYND
Myndir 7d og 7b.
Fastuj* ogfijór orðafiorði
Hér á efrir verður fjallað nánar um myndlíkingar og hugmyndir um að
myndir séu á einhvem hátt „frumstæðari“ en orð, en íyrst er rétt að
útskýra aðeins orðaforða táknmála eða táknforða.
I táknmálum er stundum talað um orðasafnið sé tvískipt, annars vegar
það sem kallast fast orðasafn, hins vegar það sem kallað er frjótt orða-
safh.25 Tákn úr fasta orðasafninu em geymd sem sjálfstæðar eindir í
orðasafninu þar sem auðvelt er að nálgast þær og grunnmynd þeirra er
nokkuð skýr. Þessi tákn er auðvelt að skrá í orðabók.26 Frjóa orðasafnið
svokallaða á hins vegar miklu stærri hlut í allri orðmyndun táknmála.2'
Það inniheldur ákveðin mengi þeirra eininga sem þarf til að mynda tákn.
Þegar táknara vantar orð getur hann svo leitað í þessi mengi (hreyfingu,
handform, myndunarstað, afstöðu og murmhreyfingar - hinar fimm
grunneiningar tákna) og búið til tákn með merkingu sem hann vantar.
Þættina í þessum mengjum er hægt að setja saman á ýmsa vegu eins og
hentar hverju sinni.28 Orðaforðinn verður því mjög oft til „hér og nú“.
Stór hluti af þessum virka eða frjóa orðaforða eru sagnir eða öllu held-
25 ‘The established/frozen and productive lexicons.’ Sjá t.d. Mary Brennan, „Pragmat-
ics and Productivity“ og Rachel Sutton-Spence og Bencie Woll, The Linguistics of
British Sign Language: An Introductim, Cambridge: Cambridge University Press,
1999.
26 Mary Brennan, „Pragmatics and Productivity", bls. 371.
27 Eg hef áður notað „virka orðasafnið" yfir þetta fyrirbæri en nota hér „frjótt orða-
saín“ til að forðast misskilning við lærða og virka orðmyndun eða virkt og óvirkt
orðasafh manna.
28 Mary Brennan, „Pragmatics and Productivity", bls. 372.
93