Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 96
RANNVEIG SVERRISDOTTIR
ur umsagnarliðir sem við köllum
próformasagnir eða sagnliði og er
rétt að skýra þær nánar áður en
lengra er haldið.29 Handform
táknsins er staðgengill nafnorðs
(persónu, hlutar, dýrs o.s.frv.) og er
vahð eftir útliti þess sem talað er
um. Handformin á myndum 10 og
11 geta verið hluti af próforma-
Mynd 8. sögnuin en standa þá fýrir ólíka
hluti, á mynd 10 er svokallað B-
handform og getur það t.d. staðið fyrir bók eða bíl, á mynd 11 er svokall-
að vísi-handform og getur það staðið fyrir manneskju eða einhvern hlut
sem er langur og mjór. Handformin í þessum sagnliðum kallast próform.
Þau vísa nefnilega til einhvers sem áður hefur verið nefht, á sama hátt og
fornöfh gera.30 Þannig kemur nafnorð alltaf á undan próformasögn til að
skera úr um fyrir hvað próformið sjálft stendur. Aðrir hlutir sagnliðarins
eru líka valdir að einhverju leyni í samræmi við raunverulegar aðstæður.
Þá er það raunverulegt rými eða þær áttir eða staðsetningar sem raun-
verulega skipta máli. Þannig sýni ég að bíllinn keyrði upp brekku með
því að hreyfa B-handformið áfram og upp á við, að maðurinn stóð við
hliðina á bílnum með því að staðsetja vísi-handformið við hhð B-hand-
formsins o.s.frv. Þessir sagnliðir eru mjög algengir í orðanotkun tákn-
málstalandi fólks og eru mjög algeng leið til orðmyndunar.
Próformasagnirnar eru mjög myndrænn orðaforði og virðast við
fyrstu sýn auðveldar bæði í skilningi og notkun. Eðli málsins samHæmt
virðist okkur margt mjög eðlilegt og auðskiljanlegt í próformasögnum
þegar \dð sjáum þær. Próformin eru auðvitað ekki tilviljunum háð og því
er eðlilegt að við vitum um hvað er verið að tala - einmitt af því að nafh-
orðið kemur alltaf fram áður. Ef ég setti bara ffam próformasögn án þess
29 Þessi tákn eru yfirleitt kölluð classifier predicates á ensku þó að menn deili enn uni
hvort það sé rétt heiti. Engberg-Pedersen talar um proformverber í danska táknmál-
inu. Sjá t.d. Rachel Sutton-Spence og Bencie Woll, The Linguistics of British Sign
Language, Clayton Valli og Ceil Lucas, The Linguistics of 'Atnerican Sign Language og
Elisabeth Engberg-Pedersen, Lærebog i dansk tegnsprogs grammatik, Kaupmanna-
höfin: KC, 1998.
30 Rachel Sutton-Spence og Bencie jWolI, The Linguistics of British Sign Language, bls.
41.
94