Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 98
RANNVEIG SVERRISDOTTIR
og þess vegna er mikilvægt að nafhorðið komi á undan til að tilgreina
þann eða það sem vísað er til með próforminu. Vísiprófonn á rnynd 11
getur þannig vísað til manneskju, perrna, ljósastaurs eða slöngu. Rann-
sóknir benda líka til þess að notkun þessa orðaforða lærist ffekar seint á
máltökuskeiðinu. Þannig nota börn ekki mikið af próformmn og hæfi-
leikinn til að beita þeim þroskast jafribbða \itsmunalegum þroska.32 Það
sem virðist vera einfalt og myndrænt og kannski einhvers konar látbragð
eða „myndir í loftinu“ er því í raun flókinn orðaforði sem erfitt er að
mynda og tekur tíma að tileinka sér.
Myndlíkingar
Táknmál eru rík af myndlíkingum eins og raddmál og skynjmi okkar á
hugtökum ræður því hvernig við noturn þau.33 Myndlíkingar eru al-
mennt mikið notaðar í raddmálum.34 Fólk talar til dærnis um tíma eins
og gull eða peninga þótt tíminn sé ekki áþreifanlegur, \dð „eyðum tíma“,
„finnum tíma“ og „spörum tíma“. Mary Brennan heldm því fram að þar
til nýlega hafi fólk forðast að tala um myndlíkingar í táknmálum til þess
að ýta ekki undir þá fordóma sem ræddir voru hér að framan, þ.e.a.s. að
eitthvað þyki skorta á fullkomnun málsins ef það er of inyndrænt, hvort
sem ranghugmyndin lýtur að því að táknmál séu einmtgis látbragð eða að
þau séu nógu einföld til að geta talist alþjóðleg.3" Brennan segir einnig
hins vegar tvær víddir mest áberandi (eða þá þriðju rninnst áberandi) og er þá valið
próform sem sýnir það, sjá mynd 10. Sjá nánar: Lars Wallin, Polysynthetic signs íji
Swedish Sigii Language, Stokkhólmur: Department of Linguistics, Deparmrent of
Sign Language, Stockholm University, 1994.
32 Rannveig Sverrisdóttir, Signing simultaneous events: The expression of simultaneity in
children's and adults' narratives in Icelandic Sign Language, óbirt lokaritgerð til
cand.mag.-prófs við Kaupmannahafharháskóla, 2000, bls. 89. Einnig: Ruth Ellen-
berger og Marcia Steyaert, „A Child’s Representation of Action in American Sign
Language“ í Understandig Language Through Sign Language Research, ritstj. R Siple.
New York: Academic Press, 1978, bls. 261-269, bls. 268.
33 Það er að vissu leyti erfitt að setja skörp skil á milli tákna og það sem einn kallar
myndlíkingu vill annar kalla próformasögn. Ekki er ædunin að fara nánar út í þá
umræðu hér heldur einungis benda á að þetta gemr hvort tveggja verið mjög
„myndrænt“ og skapað því sömu tilfinningu f}TÍr táknmálinu í huguin fólks.
34 George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago og London: The
University of Chicago Press, 1980, bls. 3-4, 7.
35 Mary Brennan, „Productive Morphology in British Sign Language: Focus on the
96