Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 115
SÝMNGARSKRÁ - SJÁLFSTÆTT RIT EÐA HEIMILD?
lega veigamiMu hlutverki þar sem þær eru meginuppistaðan í bókaútgáfu
um íslenska myndbst. Flestar veglegustu skrámar eru geínar út af stóru
söfnunum, Listasaíni Reykjavíkur og Listasafni Islands, en síðarneínda
safnið gefur að meðaltab út tvær stórar skrár á ári í tengslum við
sérsýningar sínar. Þessi söfn hafi því mikil áhrif á það hvemig íslensk
bstasaga er skrásett. Arið 2004 gaf Listasafn Islands út tvær veglegar
sýningarskrár um íslenska myndbstarmenn sem gera má ráð fyrir að sé
ætlað að vera firamlag til skrásetningar íslenskrar fistasögu. Báðar komu
þær út á síðari hluta ársins, sú fyrri í tilefni yfirhtssýningar á verkum
Guðmundu Andrésdóttur (1922-2002)1 en hin síðari í tengslum við
þemasýninguna Ný íslensk myndlist. Um veruleikann, manninn og ímynd-
ina, sem stóð firam í byrjun árs 2005.2
Myndaflakk
Sýningarskráin Guðmunda Andrésdóttir. Tilbrigði við stef er í flokki ein-
efhisrita sem safiuð gefur út um einstaka listamenn, en í Ný tslensk mynd-
list er fjallað um hóp núbfandi bstamanna sem eiga að bald fimm til tíu
ára starfsferil. Skrárnar em þar af leiðandi nokkuð ólíkar, en munurinn
birtist ekki aðeins í innihaldi og efhistökum, heldur einnig í umbroti og
hönnun sem ástæða er til að gefa nokkum gaum. Bókin um Guðmundu
Andrésdóttur er bundin í harðspjald, vafið lausri kápu með ljósmynd af
einu málverki eftir hstakonuna á framhlið, en Ný íslensk myndlist er límd
inn í mjúkt spjald sem jafhframt er bókarkápa, með fjölda lítiha btmynda
prentuðum framan á. Einefnisritið er með öðrum orðum í traustu bandi
og tímalaust þar sem nafh bstakommnar og heiti sýningarinnar em
grafin á harðspjaldið, en skráin um yngri kynslóðina er á bmingunum,
marglit og nánast ofhlaðin, nútímaleg og laus við allan hátíðleik. Utbt
skránna undirstrikar að um óbkar sýningar er að ræða, en síðari skráin er
einnig vísbending um að safhið hafi ákveðið að gera að nýju tilraun til að
færa útlit sýningarskráa til núrímalegra horfs. Fyrri tilraunin var gerð í
upphafi safiistjóraferils Olafs Kvaran með skrám eins og Draumurinn um
1 Sýningartímabil: 25. september — 31. október 2004. Sýningarstjóri Harpa Þórs-
dóttir.
2 Sýningartímabil: 12. nóvember 2004- 16. janúar 2005. Sýningameínd: Harpa Þórs-
dóttir, Hlynur Hallsson, Jón B.K. Ransu. Hönnun sýningar: Ivar Valgarðsson, Olaf-
ur Kvaran.
"3