Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 116
MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
hreint form: íslensk abstraktlist 1950-
1960 (1998) en þeim gekk erfiðlega að
höfða til kaupenda og skrárnar urðu að-
eins örfáar. Hönnunin sem þá var gerð
hefur nú verið endurbætt, því í Ný ís-
lensk myndlist er pappírinn orðinn
glansandi og litprentaðar ljósmyndir
komnar á kápuna. Ný íslensk myndlist er
þar með líkari þeim skrám sem rekast
má á í bókabúðum erlendra nútíma-
listasafna en skráin urn Guðmundu.
Að úditi er Tilbrigði við stef keimlík
þeim sýningarskrám sem gefnar hafa
verið út í tengslum við yfirlitssýningar Listasafns Islands á undanförnum
árum, ef frá er talinn æpandi gulur litur bókarkápunnar. Hingað til hafa
þessar kápur verið hvítar og því virðist sem ætlunin sé að draga úr form-
legum virðuleika hinnar innbundnu bókar með því að klæða hana í skær-
an lit. Aðra mikilvæga breytingu ffá eldri skrám er að finna í uppsetningu
efnisins. I stað þess að hafa flestallar eftirprentanir af verkum aftast í bók-
inni hefur þeim verið dreift víðsvegar um skrána. Við fyrstu sýn virðist
þetta fyrirkomulag nokkuð snjallt og kærkomin tilbreyting. Það býður
upp á að láta myndir standa þar sem fjallað er um verkin í textanum, þar
sem lesandinn getur haft þau fyrir augunum og skoðað með hliðsjón af
textanum. Við lestur textans kemur hins vegar í ljós að myndirnar eru
sjaldnast á þeirri opnu þar sem vísað er til þeirra. Stundum eru þær á
næstu opnu, en oftast á allt öðrum stað í bókirmi.3 Spurningin er þá hvort
þetta komi að sök, en til að svara því er nauðsynlegt að rýna nokkuð ná-
kvæmlega í bæði myndir og texta.
Sökum þess að myndirnar í bókinni fylgja yfirleitt ekki textanum, þarf
lesandinn að fletta upp á þeim á öðrum stað í bókinni ef hann vill hafa
þær til hliðsjónar við umfjöllun textans. Þar sem höfundar greina bókar-
innar vísa oftar en einu sinni eða tvisvar í sömu verkin breytist lesturinn
fljótt í flettingar ffam og aftur, í það minnsta ef skráin er lesin í einni
lotu. Myndum virðist því hafa verið dreift tilviljanakennt um ritið og þótt
3 A blaðsíðu 22 er vísað í mynd á blaðsíðum 27, 28 og 55, á síðu 14 er vísað í verk á
blaðsíðum 11, 39 ogl2, á síðu 40 er aftur að finna vísanir í verkin á síðum 11 og 39,
á bls. 47, er vísað í verk á blaðsíðu 20, á síðu 50 í verk á síðu 21, og svo framvegis.
_
GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR
Tilbrigði við stel
Variations on a Theme