Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 120
MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSD ÓTTIR
sýninganna en ekki skránna, sem bendir eindregið til þess að þetta tvennt
sé samhangandi.
Höfundar greinanna nálgast viðfangseihið, list Guðmundu Andrés-
dóttur, á ólíkum forsendum þrátt fyrir svipaðar fynrsagnir og oft óþarfa
skörun innihalds. Dagný Heiðdal heldur sig að mestu við yfirlýst mark-
mið um að rekja þróunina í list Guðmundu og viðbrögð gagnrýnenda rdð
sýningum hennar, en sú nálgun er lítið meira en hlutlaus samantekt á
staðreyndum. Það er ekkert sérstaklega áhugavert að lesa mn það í dag
hvað gagnrýnendur sögðu á sínum tíma ef ekki eru dregnar af þ\a nein-
ar ályktanir og ekki gerð nein tilraun til að færa umfjöllunina nær lesand-
anum og samtímanum. Það forðast Dagný og tekst þar af leiðandi ekki
að draga fram skýra mynd af því hvar list Guðmrmdu stóð í íslensku sam-
hengi á sínum tífna. Lesandinn er litlu nær þótt tahn séu upp nöfn lista-
manna sem Guðmunda sýndi með og vitnað í Valtý Pétursson eða Braga
Asgeirsson. Gagnrýni þessara ágætu manna var skrifuð þuir þörutíu til
fimmtíu árum og því sanngjarnt að ætlast til þess að Dagný bregðist við
henni - nema það beri að skilja hana svo að samtíminn hafi engu við
gamla gagnrýni að bæta. Dagný leyfir sér aðeins einu sinni að bregðast
við gagnrýninni sem hún \dmar í þegar hún tekur undir þá túlkun Aðal-
steins Ingólfssonar að tilvistarlegur vandi komi fram í verkum Guð-
mundu (bls. 22). Dagný staðfestir þessa ágiskun Aðalsteins með þ\d að
fræða lesandann á þ\d að Guðmunda hafi einmitt átt við þtmgþmdi að
stríða á þessum tiltekna tbmapunkti í lífi sínu án þess þó að geta heimilda
fyrir því.
A öðrum stöðum í greininni þar sem Dagný víkur að æviatriðum lista-
konunnar notar hún beinar tilvimanir í hana úr blaðaviðtölum. Tilvim-
anirnar eiga sinn þátt í því að gera greinina áhugaverða og hefði Dagný
að ósekju mátt nýta sér þetta efni betur og hugsanlega fleiri heimildir af
sama toga. Með því hefði hún getað veitt lesandanum betri innsýn í
tengslin milli verka Guðmundu, hugsana hennar, skoðana og reynslu.
Dagný býr yfir guðlegri vimeskju um þunglyndi Guðmundu en veigrar
sér við að draga ályktanir af beinum ummælum listakonunnar til að varpa
ljósi á inntak verka hennar. Það hefði þó átt að vera óhætt, að minnsta
kosti að einhverju marki, þar sem haft er eftir Guðmundu að „málarinn
sé eins og sía, áhrifin síast í gegnum hann og í málverkinu kemur svo
ffam öll hans reynsla og afstaða til hluta og til lífsins“ (bls. 18). Hver var
afstaða Guðmundu til lífs og listar og með hvaða hætti birtist hún í verk-
118