Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 122
MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
Margslungin áhrifog mundismi
Þótt greinar í Tilbrigði við stef skarist leggur Hanna Guðlaug Guðmunds-
dóttir megin áherslu á að skoða list Guðmundu í samhengi við strauma
og stefnur sem voru ríkjandi í ffanskri abstraktlist þegar hún var við nám
í París. Hanna Guðlaug gefur lesandanum ágætis innsýn í hræringar í
listalífi borgarinnar eftir stríð og setur fram áhugaverðar kenningar um
hvert Guðmunda sótti áhrif sín með því að bera verk hennar saman við
það sem listamenn í Frakklandi voru að fást við á þessum tíma. Hanna
Guðlaug greinir margslungin áhrif í verkum Guðmundu, frá Manessier
og Signier, sem báðir kenndu við Ranson akademíuna þar sem Guð-
munda var við nám, til Delatmay hjónanna og Kupka, með Hðkomu í til-
raunum í anda óformlegrar listar Fautriers og Wols eins og hún birtist í
Nafiilaus (LI 63 76).12 Með þessari úttekt hefði gjarnan mátt birta eftir-
prentanir af verkum áhrifavaldanna þótt þau hefðu af augljósum ástæð-
um ekki getað verið á sýningunni.13 Ljósmyndir hefðu gefið kenningum
Hönnu Guðlaugar meira vægi og hjálpað hinum almenna lesanda að átta
sig á tengingunni sem er honum fjarlæg ef hann þekkir ekki verk þessara
listamanna.
Þá hefði einnig verið fonátnilegt að fá vitneskju um hvort Guðmunda
hafi sjálf nefiitþessa listamenn sem áhrifavalda sína eða fyrirmyndir. Sér-
staklega hefði verið athyghsvert að fá að vita hvað hún hafði að segja um
Signier og Manessier, Kupka og Delaunay hjónin. Ahrifin þaðan virðast
augljósust þótt Dagný fullyrði í sinni grein, og virðist hafa það eftir Guð-
mundu, að þeir málarar sem virkuðu sterkast á hana hafi verið Victor
Vasarely og Auguste Herbin (bls. 10). Ef aðeins er litið á formgerð verk-
anna virðist sú tenging þó vera órafjarri og því hefði Dagný eða Hanna
Guðlaug mátt velta slíkum þverstæðum fyrir sér. Ég sakna þess einnig að
hvorug reynir að svara því hvort tónlistaráhrifin í verkum Guðmundu
hafi eingöngu verið myndlistarleg eða hvort hún hafi verið tónlistarunn-
andi. Bein eða óbein tónlistaráhrif í verkum ffá upphafi áttunda áratug-
arins og þéttriðnu netin á sjötta áratugnum sem ósjálffátt kalla á saman-
burð við steinda glugga eru einnig vísbending um að verk Guðmundu
12 Það er mynd af þessu verki í bókinni þar sem ekki er getið um ártal í myndatexta,
en í verkalista er verkið sagt vera frá um 1967, 43.
13 Hugmyndir um slíkt myndu eflaust stranda á of háum trygginga- og flutningskostn-
aði ef verkin á annað borð fengjust lánuð. En vissulega væri áhugavert að fa einhvem
tíma að sjá verk íslenskra abstraktlistamanna við hhð áhrifavaldanna.
120