Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 123
SÝNINGARSKRÁ - SJÁLFSTÆTT RIT EÐA HELMILD?
hafi haft að geyma andlegar víddir, þótt „ekkert bendi[r] til að um trúar-
lega skírskotun hafi verið að ræða,“ að mati Hönnu Guðlaugar (bls. 40).
Hverjar þessar andlegu víddir voru og hvaða skoðanir Guðmunda hafði
á myndhst fæst ekki svarað á fullnægjandi hátt í annars fróðlegri grein
Hönnu Guðlaugar.
Efdr nokkuð ítarlegan samanburð á verkum Guðmundu og áður-
neíhdra abstraktlistamanna kemst Hanna Guðlaug að þeirri eindregnu
niðurstöðu, að þrátt fyrir áhrif frá ólíkum listamönnum hafi Guðmunda
aldrei reynt að stæla fyrirmyndirnar heldur nýtt áhrifin til að skapa sinn
persónulega stíl. Það er einmitt þessi persónulega nálgun sem gerir erf-
itt um vik að tengja list Guðmundu með óyggjandi hætti við einn áhrifa-
vald og eina stefnu innan abstraktlistarirmar hvort sem er í íslensku eða
í alþjóðlegu samhengi. Niðurstaða Hönnu Guðlaugar er því á endanum
sú að ekki sé hægt að skipa Guðmundu í neinn ákveðinn flokk og því sé
ekki annað við hæfi en kalla stíl hennar mundisma (bls. 54). Með þessari
niðurstöðu dregur hún í raun fram kjarnann í abstraktinu og módernis-
manum sem slíkum, en hann er sá að listamaðurinn eigi og geti ekki ann-
að en verið persónulegur og nýtt áhrif til að túlka eigin reynslu.14 Þetta
hefðu báðir greinarhöfundar gjaman mátt hafa ofarlegar í huga.
Aðfiera efinið nær lesandanum
Sýningarskráin Ný íslensk myndlist er ekki aðeins ólík skránni um Guð-
mundu að útlitd, efnistök em þar einnig með nokkuð öðram hætti. Helg-
ast það ekki aðeins af því að hér er um að ræða samsýningu með verkum
efdr 20 myndlistarmenn, það skiptir einnig máli að fæstir eiga að baki
lengri starfsferil en tíu ár. Markmið sjálfrar sýningarinnar var að „kynna
þá listamenn sem hafa látið að sér kveða á síðastliðnum áratug“15 og sama
gerir skráin. Meginefni hennar byggir á umfjöllun um hvern listamann
eða samstarfshóp16 sem hver fær eina opnu með stuttum texta og lit-
prentaðri ljósmynd (eða ljósmyndum) af verki eftir viðkomandi. Hér hef-
ur verið lagt upp með það að gera aðgengilega skrá með það í huga að
14 „Það er hlægilegt þegar fólk talar um að málverkið sé heimur út af fyrir sig, þar komi
engin ytri áhrif til greina. I hstinni kristallast einmitt öll áhrif er maður verður fyr-
ir, þar speglast öll reynsla manns,“ er haft efdr Guðmundu sjálffi, bls. 42.
15 Ólafur Kvaran, ,„4ðfaraorð“, bls. 7.
16 Hér er átt við Gjömingaklúbbinn (Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún
Hrólfsdóttir) og Markmið (Helgi Hjaltalín og Pétur Öm Friðriksson).
I 2 I