Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 125
SÝNINGARSKRÁ - SJÁLFSTÆTT RIT EÐAIIELVULD?
anum. Þannig gefur Sigurbjörg lesandanum ákveðið haldreipi og færir
Hst Unnars nær honum. Sigurbjörg styðst einnig við ákveðin dæmi í texta
sem hún skrifar um Bhgi Om Thoroddsen og fer það vel. Þorgerður
Sigurðardóttir, sem einnig á tvo texta á skránni, reynir báðar leiðimar, er
á almennu nótunum þegar hún talar um „flest verk“ Guðnýjar Rósu
Ingimarsdóttur (bls. 30), en kýs síðan að vera ögn nákvæmari í ágætri
umfjöllun sinni um Jóhann Ludwig Torfason þar sem hún tekur dæmi
um málverkið Minnihlutadúkkuna til að styðja mál sitt (bls. 36). Það er
því hægt að koma að vissri nákvæmni þótt knappt formið bjóði ekki upp
á ítarlega greiningu. Vísi að slíku er engu að síður að finna í skrifum
Rögnu Sigurðardóttur um Finn Amar Amarson og Hildi Bjamadóttur
og texta Adina Popescu um Egil Sæbjömsson, sem jafnframt er eini
þýddi textinn í skránni. Markmiðið með þessum textum er augljóslega að
veita lesandanum innsýn í ímyndarheim viðkomandi listamanns sem er
mikilvægt þegar um er að ræða samsýningu ólíkra verka.
Tilraunir, listir og vísindi
Það kemur í hlut Úlfhildar Dagsdóttur að tengja saman og túlka verk
þeirra 20 myndlistarmanna og samstarfshópa sem áttu verk á sýningunni
í grein sem hún kallar „I algleymi annarlegs hversdagsleika: ímyndir á
ferð og flugi“ (bls. 8-13). Titillinn gefur tóninn fyrir sjálfa greinina þar
sem Úlfhildur er svo sannarlega á ferð og flugi, alls óhrædd við lýsingar-
orðin sem henni hættir reyndar til að ofiiota þegar allt á að vera
skemmtilegt. Ulfhildur hikar hvergi við að setja fram persónulega túlk-
un, sem er þó ekki eingöngu byggð á sjálfstæðum athugunum, því hún
vitnar oft í aðra höfunda þótt ekki sé vísað í tilteknar heimildir með til-
heyrandi neðanmálsgreinum. Oftast eru þetta höfundar sem eiga styttri
textana í skráruú og því kannski ástæðulaust að vísa sérstaklega í þá. Hún
hefði hins vegar mátt geta heimilda þegar hún vísar út fyrir skrána, eins
og þegar hún talar um „fagurfræði ljótleikans“, en í því tilfelli hefði
reyndar verið óþarfi að benda sérstaHega á Jón B. K. Ransu og gefa
þannig til kynna að sú sUlgreining sé ný eða frá honum komin (bls. 11).
Uppruni tilvísana í umfjöllun Þórodds Bjarnasonar á verkum Guðnýjar
Rósu Ingimarsdóttur hefði einnig mátt fljóta með (bls. 9).
Utgangspunktur greinarinnar er leitin að tengingu, „snertipunkti"
sem Úlfhildur telur að sameini þessa 20 myndlistarmerm. Hún finnur
I23