Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 126
MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
hann ekki í veruleikanum, manninum og ímyndinni, undirtitli sýningarinn-
ar, né í hversdagsleikanum í yfirskrift greinarinnar, heldur í tilraunum
hstamannanna með allt þetta. Verkin eru tilraunir í „raunvísindalegum
skihfingi,“ segir hún (bls. 8) og líkir list þeirra við vísindi. Samlíkingin er
alls ekki út í hött þótt tengsl hsta og vísinda séu langt frá því að vera ný
af nálinni eins og kannski mætti halda þar sem verið er að þalla tun unga
listamenn. Það nægir að benda á Guðmundu Andrésdóttur sem nálgað-
ist viðfangsefrú sitt, málverkið, tilraunakennt, með rannsóknmn. Ymis-
legt í samtímanum hefur þó visstdega orðið til þess að beina athygli
marrna að því að skilin þarna á milli séu ekki eins skýr og áðm* var talið,
listin eigi hugsanlega meira sameiginlegt með vísindum en menn hafa
lengi vdljað viðurkenna, en á það hefði Ulfhildur jafnvel mátt leggja meiri
áherslu. Tengsl lista og vísinda einskorðast heldur ekki við samlíkingu
þótt hún dugi kannski um listamennina á þessari tilteknu sýningu. Lista-
menn láta sér ekki nægja að sækja sér innblástur í vísindin og líkja eftir
þeim eins og þeir gerðu framan af 20. öldinni, ýmsir þeirra hreinlega
sækjast eftir viðurkenningu á vísindalegu gildi rannsókna sinna18 á með-
an aðrir vilja snúa dæminu við og líkja vísindum við list.19 Samlíkingin er
því viðeigandi þótt ég efist um að hún sé sönnun þess að listamenn séu
ekki „alltaf að leika sér“ (bls. 8). Það er ekkert sjálfgefið að tilraunir séu
andstæða leiks og því er samlíkingin við vísindin engin sönnun finir því
að list sé annað en leikur. Samlíking lista og leiks er auk þess allt eins
áhugaverð og ekkert síður marktæk. Markmið Ulfhildar virðist rejmdar
ekki vera að sýna fram á að samlíkingin standist eða færa rök fýrir rétt-
mæti hennar með óyggjandi hætti. Bindingin er því fremur laus í sér og
kannski ekki ætlað annað hlutverk en benda á hve fjölbreytt viðfangsefni
íslensku myndlistarmannanna eru, frá heimilisóreiðu og hannyrðum,
ímynd listamannsins og dægurmenningu, til kyngervis og áhrifa erfða-
tækni á líkamann og umhverfið, eins og Ulfhildur bendir á. Niðurstaða
hennar er sú að allar þessar ólíku tilraunir hafi þann tilgang að móta
nýjan hversdag, veruleika, manneskju og ímynd, sem er hreint ekki lítið,
og kallar á „samábyrgð“ og „þátttöku áhorfandans“ (bls. 13). Það mætti
18 Fjölmörg dæmi um skörun lista og vísinda er t.d. að finna í bók Stephens Wilsons,
Information Arts, intersections of art, science and technology, The MIT Press, Cam-
bridge (Mass.) og London, 2002.
19 Sjá t.d. Paul Feyerabend, La science en tant qu'art, Paris: Albin Michel, 2004. Titill
upprunalegrar útgáfu: Wissenschaft als Kimst.
I24