Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 129
JoSEPH KOSUTH
List eftir heimspeki
Listin er tungumál og listaverkin setningar. Þetta má segja að sé megininntakið
í ritgerðinni List efiir beimspeki, einni kunnustu ritsmíð í anda þeirrar listastefnu
sem á íslensku hefur yfirleitt gengið undir heitinu „konsepdist11. Höfundurinn,
Joseph Kosuth (f. 1945), er bandarískur listamaður, ritstjóri og rithöfundur og
einn helsti fulltrúi bandarískrar konseptiistar frá sjöunda og áttunda áratug 20.
aldar. Kosuth stundaði myndhstamám í gamalgrónum listaskólum í Ohio-fylki
í Bandaríkjunum, fyrst í Tbledo Museum School of Art and Design (til 1962),
en síðan í Cleveland Institute of Art (1963-1964). Árið 1964 fór hann í hefð-
bundið menningarferðalag um Evrópu (og reyndar Norður-Afríku) og árið eft-
ir, 1965, settist hann að í New York og gekk í School of Visual Arts (1965-1967),
en hóf árið 1968 að kenna við skólann. Verk hans á þessum árum voru þá þegar
mjög heimspekilegs eðlis og snerast einkum um hstina og tungumálið; eitt
þekktasta verk hans, One and Three Chairs, frá 1965, samanstendur af klappstól,
mynd af stólnum og stækkaðri orðabókarskilgreiningu á stól. Hann vann einnig
með neonljós sem mynduðu setningar, en frá því um 1967 gerði hann mest
textaverk sem vora eins konar rannsókn á eðli og hlutverki listarinnar. I janúar
1969 tók hann þátt í sýningunni 0 Objects, 0 Painters, 0 Sadptors sem Seth
Sieglaub skipulagði í New York og markaði ákveðin þáttaskil í listheiminum.
Verk hans vora einnig sýnd á öðram yfirHtssýningum á hinni nýju konseptiist,
t.d. Informatim í Museum of Modem Art í New York árið 1970 og Konzept-
Kunst í Kunstmuseum í Basel, 1972. Um þetta leyti var Kosuth kominn í sam-
band við breska listamenn úr hópnum Art & Language sem gaf út tímaritið Art-
Language frá 1969, og var í New York hópi þess, ásamt fleiri listamönnum. Hann
var einnig ritstjóri bandaríska listatímaritsins The Fox sem kom út á áranum
1975-1976. Kosuth hefur tekið þátt í mörgum sýningum síðan og era verk hans
í eigu fjölmargra þekktra listasafna í Bandaríkjunum, Evrópu og Astralíu.
Ritgerðin List eftir heimspeki birtist upphaflega í breska tímaritinu Studio
Intematimal árið 1969, þegar Kosuth var 24 ára gamall. A þessum árum hafði
I27