Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 132
JOSEPH KOSUTH
spekmga af skóla rökfræðilegrar ramihyggju. En hvað sem því líður er grein
Kosuths áhugaverð bæði sem söguleg heimild og einnig í sjálffi sér.
Þýðingin sem hér fer á efrir er á inngangi og fyrsta hluta ritgerðarinnar List
eftir heimspeki, en annar og þriðji hluti þalla um einstaka hstamenn og verk Kos-
uths sjálfs. Þýðingin var upphaflega gerð veturinn 1979-1980 og ætluð til birt-
ingar í tímaritinu Svart á hvítu, sem gefið var út af Galleríi Suðurgötu 7 á árun-
um 1977-1980, ásamt þýðingu á inngangi Tern,- Atkinson að fyrsta hefri
Art-Language og inngangsritgerð Kosuths í sama riti. Steingrímur Eyfjörð
Kristmundsson, mtmdhstarmaður, hafði náð sér í eintök af Studio International,
Art-Language og The Fox og töldum við að ýmsar greinar úr þeim gæfu hug-
mynd um tilurð og samhengi bandarískrar og breskrar konsepthstar. Einnig
fylgdi þýðing á grein efrir Catherine Mihet um sögu konsepthstar úr frönsku
tímariti úr fórum Guðbjargar Kristjánsdóttur, núverandi forstöðumanns Gerð-
arsafns í Kópavogi. Þessir textar voru svo lesnir í námskeiði tmi konseptlist í
Myndlista- og handíðaskóla Islands í september 1980, en þýðandinn hafði kennt
námskeið um heimspeki hstarinnar trið skólann veturinn áður. Efnið fór vafalít-
ið fýrir ofan garð og neðan hjá hstnemunum - og kannski kennaranum hka -
enda var íslensk konsepthst ekki af þeim fræðilega eða heimspekilega toga sem
sjá má hjá Kosuth, heldur lýrísk og bókmenntaleg. Um þetta leylrii hætti tímarit-
ið Svart á hvítu að koma út og hstamenn tóku að þreytast á konseptinu sem fór
úr tísku með tilkomu nýja málverksins og því rejmdust eklri forsendur fjTÍr að
birta þýðingarnar. Ymsir myndlistarmenn, þ.á m. Eggert Pétursson, notuðu þó
sumar þeirra í kennslu í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans á m'unda ára-
tugnum. Nú, aldarfjórðungi síðar, er væntanlega komin nægilega mikil íjarlægð
á þetta tfrnabil og aðstæður allar bretutar með tilkomu listfræði sem sjálfetæðr-
ar háskólagreinar í samvinnu myndlistardeildar Listaháskóla Islands og hugvís-
indadeildar Háskóla Islands. Gunnar J. Arnason, heimspekingur, notaði þýðing-
una á List eftir heinispeki í námskeiði um listheimspelri í LHÍ haustið 2004 og las
hana þá yfir og færði eitt og annað til betri vegar. Fyrir þessa prentun hef ég
einnig yfirfarið þýðinguna, borið hana saman \rið frumtextann og lagfært lítil-
lega og gagnast hún vonandi áhugamönnum jafnt um listfræði sem hstheimspeki
sem og þeim sem áhuga hafa á sambandi tungumáls og hstar, orðs og myndar.
Gunnar Harðarson
Í30