Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Síða 141
LIST EFTIR HEIMSPEKI
hvað kúbískt málverkt merkti sem tilraun og hugmynd fyrir, segjum,
Gertrude Stein, því að sama málverkið „merkti“ þá eitthvað annað en
það gerir núna.)) „Gildi“ upprunalegs kúbísks málverks í dag er, að flestu
leyti, ekki ósvipað og gildi frumhandrits effir Byron lávarð eða The Spi-
rit ofSt. Louis í Smithsonian-safhinu. (Enda hafa listasöfn einmitt svip-
uðu hlumerki að gegna og Smithsonian-safnið - hvers vegna skyldi Jeu
de Paume-safhið í París annars vera jafn hreykið af því að sýna litaspjöld
Cézannes og Van Goghs eins og málverkin sjálf?) Slík flstaverk eru lítið
annað en sögufrægir safngripir. Hvað list varðar eru málverk Van Goghs
engu verðmætari en litaspjöld hans. Hvort tveggja eru safngripir.1,
Listin „hfir“ með því að hafa áhrif á aðra hst, ekki með því að vera efh-
islegar leifar hugmynda listamanns. Astæðan fyrir því að hinir ýmsu lista-
menn fýrri tíma eru „endurlífgaðir“ er sú, að einhver þáttur verka þeirra
verður „nýtilegur“ lifandi hstamönnum. Það er eins og menn geri sér
ekki grein fýrir því að það er enginn „sannleikur“ til um hvað hst er.
Hvert er hlutverk listar eða eðli hstar? Ef við höldum samlíkingunni
milli þeirra forma sem hstin tekur á sig og tungumáls listarinnar, þá má
sjá að hvert einstakt hstaverk er eins konar setning sem sögð er innan
samhengis listarinnar sem umsögn um hst. Við getum síðan haldið áfram
og sundurgreint ólíkar tegundir „setninga".
Umfjöllun A.J. Ayers um þann greinarmun sem Kant gerir milli rök-
hæfinga og raunhæfmga kemur hér að góðum notum. „Setning er rök-
hæfing þegar sannleiksgildi hennar veltur aðeins á skilgreiningum þeirra
tákna sem hún hefur að geyma, og raunhæfing þegar gildi hennar ræðst
af staðreyndum byggðum á reynslu.“18 Eg hyggst reyna að draga fram
samlíkingu milli hstrænnar stöðu og stöðu rökhæfinga. Þar eð hin ýmsu
form listarinnar virðast hvorki trúverðug sem neitt annað né vera um
neitt (annað en hst) þá hafa þau form hennar sem hvað skýrast vísa á end-
anum aðeins tdl hstarinnar sjálfrar, verið þau form sem svipar mest tdl
rökhæfinga.
Listaverk eru rökhæfingar. Með öðrum orðum, ef þau era skoðuð inn-
an síns samhengis - sem list - veita þau alls enga vitneskju um neinar
staðreyndir. Listaverk er klifun að því leytd að það er framsetning á ætl-
17 Þegar einhver „kaupir“ verk efrir Dan Flavin er hann ekki að kaupa ljósaskreytingu,
því ef svo væri gæti hann gengið inn í næstu byggingarvöruverslun og fengið ljósa-
búnaðinn fyrir mun minni pening. Hann er ekki að „kaupa“ neitt. Hann er að
styrkja starf Flavins sem listamanns.
18 A.J. Ayer, Langitage, Truth and Logic (New York: Dover Publications), bls. 78.
139