Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 142
JOSEPH KOSUTH
un listamannsins, þ.e. hann er að segja að þetta ákveðna listaverk sé list,
sem þýðir að það er skilgreining á list. Þannig eru það röksannindi að það
sé list (og þetta er það sem Judd á við þegar hann segir að „ef einhver
kallar það list, þá er það list“).
Raunar er næstum ógerlegt að tala um listina í almennum hugtökum
án þess að tala í klifunum - því að ef reynt er að „taka á“ listinni með öðr-
um „tökum“ beinist athyglin einungis að öðrum hliðum eða eiginleikum
setningarinnar sem koma „listrænni stöðu“ listaverksins venjulega ekki
við. Maður fer að gera sér ljóst að „hstræn staða“ listarinnar er hug-
myndaleg staða. Þegar málformin sem listamaðurinn snuðar semingar
sínar í eru oft „einka“ kerfi eða tungumál, þá er það óhjákvæmileg afleið-
ing þess að listin er ekki bundin formffæðilegum takmörkunum; og af
þessu leiðir að maður þarf að vera kunnugur samtímalist sinni til þess að
kunna að meta hana og skilja. Jafnframt skilur maður hvers vegna „al-
menningur“ sýnir lítið umburðarlyndi gagnvart listrænni list og heimtar
ávallt list á hefðbundnu „mngumáli“. (Og þá skilur maður líka hvers
vegna formalísk list rennur út „eins og heitar lummur“.) Það var aðeins
í málverkinu og höggmyndlistinni sem listamenn töluðu allir sama
tungumálið. Það sem formalistarnir kalla „nýlist“ er oft tilrami til þess að
uppgötva nýtt mngumál enda þótt nýtt tungumál þurfi ekki endilega að
þýða smíði nýrra setninga: t.d. flest hreyfilist og raflist.
Það sem Ayer segir um rökgreiningaraðferðina í tengslum við tungu-
málið mætti, í samhengi við listina, orða á annan hátt: Gildi listrænna
seminga veltur ekki á neinum reynslubundnum, hvað þá fagurffæðileg-
um, forsendum um eðli hlutanna. Því að listamaðurinn, sem rökgrein-
andi, hefur ekki beinan áhuga á efnislegum eiginleikum hluta. Hann hef-
ur aðeins áhuga á (1) hvernig listin gemr vaxið sem hugmynd og (2)
hvernig semingar hans geta fýlgt þeim vexti röklega eftir.19 Með öðrum
orðum: Semingar listarinnar fjalla ekki um staðreyndir, heldur vísa þær
til mngumálsins sjálfs - það er, þær lýsa ekki hegðun efhislegra eða jafn-
vel andlegra hluta; þær tjá skilgreiningar á list, eða formlegar afleiðingar
skilgreininga á list. Af þessum sökum má segja að listin fýlgi ákveðinni
rökfræði. Því við munum sjá að einkenni hreinnar rökffæðilegrar rann-
sóknar er að hún tekur til formlegra afleiðinga skilgreininga okkar (á list)
en ekki spurninga um reynslu og staðreyndir.20
19 Sama rit, bls. 57.
20 Sama rit, bls. 57.
140