Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 144
JOSEPH KOSUTH
(Með öðram orðum, það sem skiptir máli í list er það sem maður leggur
sjálfur afmörkum til hennar, ekki að maður taki upp eitthvað sem var áð-
ur til staðar.) Það sem skiptir listdna jafnvel enn minna máli era hug-
myndir Pollocks um „sjálfstjáningu“ því að huglægar skoðanir af þessu
tagi era gagnslausar öllum öðrum en þeim sem þekkja til hans persónu-
lega. Og vegna þess hversu svið þeirra er þröngt falla þær út fyrir sam-
hengi listarinnar.
„Eg bý ekki til hst,“ segir Richard Serra, „ég er að starfi; ef einhver vill
kalla það list, þá er það hans mál en ekki mitt að ákveða það. Það kemur
allt í ljós síðar.“ Serra er sem sagt mjög meðvitaður um hvað starf hans
felur í sér. Ef Serra er bara „að velta fyrir sér hvað blý gerir“ (þyngdar-
afl, frameindir, o.s.frv.) hví skyldi þá nokkur hugsa um það sem list? Ef
hann er ekki ábyrgur fyrir því að það sé list, hver getur þá verið það eða
ætti að vera það? Vissulega virðist vera hægt að staðfesta verk hans út frá
reynslu: blý má nota til margvíslegra efnislegra athafna. I sjálfu sér leið-
ir þetta okkur alls ekki að umræðu um eðli listarinnar. A vissan hátt er
hann því framstæður. Hann hefur enga hugmynd tun list. Hvernig
stendur þá á því að við vitum af „starfi“ hans? Það er vegna þess að hann
hefur sagt okkur að það sé list, með athöfhum sínum, eftir að „starfi“
hans er lokið. Það er að segja, með þeirri staðreynd að hann sýnir í
ýmsum galleríum, lætur efnislegar afurðir starfsemi sinnar á söfn (og sel-
ur þær listaverkasöfhuram - en eins og við höfum bent á era safharar
óviðkomandi „listrænni stöðu“ verksins). Að hann skuli neita því að verk
hans séu list, á sama tíma og hann leikur hlutverk listamannsins, er meira
en einföld þversögn. Serra finnst undir niðri að „lisdeikinn“ komi með
tilvísun til reynslu. Eða eins og Ayer hefur sagt:
Ekki era til neinar alveg óyggjandi raunhæfingar. Aðeins klif-
anir era óyggjandi. Allar spurningar um reynslu eru tilgátur
sem er aðeins unnt að staðfesta eða véfengja í krafti raunvera-
legrar skynreynslu. Og setningarnar sem skrá þær athuganir
sem renna stoðum undir tilgátur okkar era sjálfar tilgátur, und-
irorpnar enn ffekari staðfestingu með skynreynslu. Engin loka-
setning er því til.22
Hvarvetna í skrifum Ad Reinhardt er að finna mjög svipaða kenningu um
22 Sama rit, bls. 94.
I42