Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 155
RETÓRÍK MYNDARINNAR
tómatur, innkaupanet eða pastapakki: Þetta snýst um allt að því mann-
fræðilega þekkingn. Boðin samsvara, ef svo má segja, bókstöfum mynd-
arinnar og er því við hæfi að kalla þau bókstafleg boð, í mótsögn við fyrri
boðin sem eru „táknræn".
Ef túlkun okkar er viðunandi setur ljósmyndin sem við greindum fram
þrenns konar boð: Málboð, kóðuð íkónísk boð og kóðalaus íkónísk boð.
Málboðin verða auðveldlega aðskilin ffá hinum boðunum tvennum, en
þar eð þau síðarnefndu deila sama grurmþættinum (íkónískur), hvað rétt-
lætir þá aðgreiningu þeirra? Það er áreiðanlegt að við venjulegan lestur
er ekki ósjálfrátt gerður greinarmumrr á íkónísku boðunum: Ahorfandi
myndarinnar tekur samtímis á móti boðum skynjunar og menningar og
við sjáum seinna að þessi óvissa í túlkun er í samræmi við hlutverk fjöl-
myndarinnar (sem er viðfangsefni okkar hér). Greinarmunurinn hefur
engu að síður notagildi, hliðstætt því sem gerir aðgreiningu táknmyndar
og táknmiðs mögulega í málvísindatákninu, þrátt fyrir að enginn geti að-
greint „orðið“ frá merkingu sinni, nema með því að leita skilgreiningar í
meta-máli. Ef aðgreiningin gerir mögulegt að lýsa á samræmdan og ein-
faldan hátt formgerð myndarinnar og takist þeirri lýsingu að skýra hlut-
verk myndarinnar í samfélaginu þá er hún réttmæt. Það er því nauðsyn-
legt að Kta aftur á hverja tegund boða fyrir sig tdl að kanna almennt gildi
þeirra, án þess að missa sjónar á markmiðinu sem er að skilja formgerð
myndarinnar í heild sinni og innri tengsl milli þessara þrennra skilaboða.
Þó að ekki sé lengur um að ræða „einfalda“ greiningu heldur formgerð-
argreiningu,5 breytum við aðeins röð skilaboðaxma og víxlum menning-
arboðum og bókstaflegum boðum; þegar um tvenn íkónísk boð er að
ræða eru þau fyrri á einhvern hátt þrykkt ofan á hin seinni: Bókstaflegu
boðin birtast eins og stuðningur við táknrænu boðin. Vegna þessa vitum
við að kerfi sem yfirtekur tákn úr öðru táknkerfi, og gerir að sínum tákn-
myndum, er merkingaraukandi kerfi.61 svipan er því hægt að staðhæfa að
bókstafleg mynd sé merkingarkjarni og að táknræn mynd sé aukamerking.
I framhaldi af þessu munum við rannsaka málboðin, merkingarkjarna
myndarinnar og merkingaraukandi mynd.
5 Hin „einfalda“ greining er upptalning á einingum. Takmark formgerðargreiningar
er að skilgreina tengslin á milli einstakra eininga sem grundvallast á samræmi allra
formgerðarhugtakanna: Ef eitt hugtak breytist gera hin það einnig.
6 Sjá Elémmts de sémiologie, í Communications, 1964 (4), bls. 130.
153