Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Page 159
RETÓRÍK MYNDARINNAR
Mynd hlaðin merkingarkjama
I myndinni sáum við að aðgreining bókstaflegra boða og táknrænna boða
var aðgerðarleg. Við finnum aldrei (a.m.k. ekki í auglýsingum) bókstaf-
lega mynd í hreinu formi. Jafnvel þó að það heppnaðist að búa til mynd
sem væri að öllu leyti „næf‘ myndi hún fljótlega renna saman við næfur-
táknið og fullgerast af þriðju boðunum, sem eru táknræn. Einkenni bók-
staflegu boðanna geta ekki verið innbyggð, aðeins vensluð. Þetta eru
fyrst og ffemst svokölluð útilokunarboð, sem samanstanda af því sem eft-
ir er í myndinni þegar búið er að eyða (í huganum) öllum merkingarauk-
andi táknum (í rauninni væri ekki hægt að fjarlægja þau, vegna þess að
þau geta mettað alla myndina, eins og í dæminu um „byggingu kyrralífs-
myndar“). Þetta útilokunarástand samsvarar á sjálfsagðan hátt öllum
möguleikaskalanum: um er að ræða fjarveru merkingar sem er þrungin af
öllum merkingum, jafnframt eru þetta (og þetta er ekki í mótsögn við
það sem áður var sagt) fullnægjandi boð, þar sem þau hafa a.m.k. eina
merkingu sem samsvarar senunni sem lýst var; textd myndarinnar svarar
í stuttu máli sagt til fýrsta stigs skiljanleikans (fýrir neðan það stig skynj-
ar lesandinn aðeins línur, form og litá), en þessi skilningur verður aldrei
nema möguleiki sakir eigin fábreytni, vegna þess að í raunverulegu sam-
félagi búa alhr yfir þekkingu sem er hafin yfir mannfræðilega þekkingu
og skynja meira en aðeins bókstafina. Þar sem boðin, sem fela í sér merk-
ingarkjarna, geta samtímis verið útilokandi og fullnægjandi er skiljanlegt
að út frá fagurfræðilegu sjónarhorni gætu þau birst sem eins konar ad-
amsástand myndarinnar; á útópískan hátt rúin merkingaraukunum yrði
myndin algerlega hlutlaus, það er að segja, þegar öllu er á botninn hvolft,
saklaus.
Þessir útópísku eiginleikar merkingarkjarnans eru talsvert styrktir með
þeirri þversögn sem þegar hefur verið sett fram, sem gerir að sökum al-
gerlega hliðstæðra eiginleika sinna virðist ljósmyndin (í sinni bókstaflegu
mynd) hreinlega mynda boð án kóða. Hér verður formgerðargreining
myndarinnar engu að síður að vera nákvæmari, vegna þess að af öllum
myndum er það aðeins ljósmyndin sem býr yfir þeim krafti sem nauðsyn-
legur er til þess að geta komið upplýsingum (bókstaflegum) til skila án
þess að móta þær með ósamfelldum táknum og umbreytingarreglum.
Þess vegna er nauðsynlegt að stfilla ljósmyndinni, þ.e. kóðalausum boð-
um, upp á móti teikningunni sem flytur kóðuð boð, jafnvel þegar hún
J57