Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2005, Side 160
ROLAND BARTHES
hnitast um merkingarkjarna. Kóðað eðli teikningarinnar birtist á þrem-
ur stigum: I fyrsta lagi, þegar teikningin endurskapar hlut eða senu kall-
ar það á röð af reglustýrðum yfirfærslum; myndræn eftirgerð lýtur engum
náttúrulögmálum og kóðar yfirfærslnanna eru sögulega ákvarðaðir (sér-
staklega þegar um er að ræða fjarvídd). Síðan krefst aðgerð teikningar-
innar (kóðunin) að strax sé greint hvað er mikilvægt og hvað ekki. Teikn-
ingin endurskapar ekki allt, og oft á tíðum afar lftdð, en er þó áfrain
kröftug boð, á meðan ljósmyndin, þrátt fyrir að velja viðfangsefni sitt,
umgerð, bakgrunn og sjónarhorn, getur ekki mótað viðfangið innanfrá
(nema með tæknibrellum). Með öðrum orðum þá er merkingarkjarni
teikningarinnar ekki eins ósnertur og merkingarkjarni ljósmyndarinnar,
vegna þess að það er engin teikning án stíls. Að lokum krefst teikningin
þjálfunar líkt og allir kóðar (Saussure taldi að þessi táknfræðilegi þáttur
skipti miklu máli). Hefur kóðun boða sem bera merkingarkjarna einhver
áhrif á merkingaraukandi skilaboð? Það er öruggt að kóðun hins bókstaf-
lega undirbýr og auðveldar merkingaraukann, þar sem hún sýnir fram á
vissa ósamfellu í myndinni: Sjálf „ffamkvæmd“ teikningarinnar felur í sér
merkingarauka, en um leið og teikningin opinberar kóðun sína, eru
tengsl boðanna tveggja algerlega breytt; ekki er lengur um að ræða tengsl
náttúru og menningar (eins og í tilviki ljósmyndarinnar), heldur eru
þetta tengsl tveggja menningarheima: „Siðffæði“ teikningarinnar er ekki
sú sama og ljósmyndarinnar.
Tengsl táknmiða og táknmynda í ljósmyndinni, a.m.k. í bókstaflegum
boðum, snúast reyndar ekki um „ummyndun“ heldur „skráningu“, og af
því enginn kóði er tdl staðar styrkir það augljóslega goðsögnina um að
ljósmyndin sé „náttúruleg“: Senan er þarna, fönguð af vélurn en ekki
mönnum, (hið vélræna er hér trygging fyrir hlutleysi); inngrip mannsins
í ljósmyndunina (römmun, fjarlægð, ljós, fókus, hraði) er allt hluti af
sviði merkingaraukans. Það er eins og að í upphafi (jafhvel útópísku) hafi
verið til ffumstæð ljósmynd (tekin framan frá, skýr og greinileg), sem
maðurinn hafi síðan, með ákveðinni tækni, raðað táknum, sem eiga ræt-
ur að rekja til menningarkóðans, ofan á. Það virðist sem aðeins andstæða
menningarkóðans og hins náttúrulega and-kóða geti skýrt sérstæða eig-
inleika ljósmyndarinnar og gert kleift að meta þá mannffæðilegu bylt-
ingu sem hún stendur fyrir í sögu mannsins, vegna þess að sú tegund vit-
undar sem ljósmyndin hefur að geyma er sannarlega án fordæmis.
Ljósmyndin ber ekki aðeins með sér vitund um að vera þarna (sem allar
158